Hungurvofan ógnar Suður Súdan

0
470
S.Sudan

S.Sudan

30.júní 2016. Óttast er að um fimm milljónir manna geti orðið hungri að bráð í Suður Súdan.

Fæðuóöryggi hefur ekki verið jafn mikið frá því átök hófust í landinu fyrir tveimur og hálfu ári, að sögn stofnana Sameinuðu þjóðanna.

„Allt að 4.8 milljónir manna, eða rúmlega þriðjungur íbúanna – mun glíma við alvarlegan matarskort næstu mánuði og hungur vofir yfir íbúum stórs hluta landsins,” segir í yfirlýsingu Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO), Barnahjálparinnar (UNICEF) og Matvælaáætlunarinnar (WFP).

Þessir tölur ná ekki til 350 þúsund manna sem hafa flúið heimili sín og leitað á náðir Sameinuðu þjóðanna á sérstökum svæðum, en það fólk er algjörlega háð mannúðaraðstoð.

„Ástandið hefur versnað vegna þess að ný uppskera er ekki væntanleg fyrr en í ágúst og fólk hefur gengið mjög á matarbirgðir,” segja stofnanirnar í yfirlýsingunni. „Fæðuóröggi í ár á sér enga hliðstæðu.”