Sykursýki drepur á 7 sekúndna fresti

0
446

Diabetes

14. nóvember 2014. Fjöldi fólks sem veikist af sykursýki 2 fjölgar í öllum ríkjum heims. Sykursýkin drepur á sjö sekúndna fresti.

325 milljónir manna glíma við sýkina og búist er við að talan hækki í 592 milljónir fyrir árið 2035. „Sykursýki er oft tengd við velmegun en sannleikurinn er sá að sykursýki er vaxandi vandamál í þróunarríkjum,“ segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Alþjóðadagur sykursýkis er í dag og er hans minnst víða þar á meðal á Íslandi, sjá hér.   Áætlaður fjöldi þeirra sem greindir hafa verið með sykursýki á Íslandi er um 10.000 manns.

diabetes logoNú á dögum þegar smitsjúkdómar á borð við Ebólu eru í brennidepli, er Alþjóða sykursýkisdagurinn tækifæri til að fjalla um þá hættu sem stafar af „hljóðlátum morðingja“ á borð við sykursýki, auk þess að vekja fólk til vitundar og þróa leiðir til þess að koma í veg fyrir eða lækna sykursýki. 

Í Bandaríkjunum, er heildarkostnaður vegna ósmitandi sjúkdóma sem tengjast offitu og of mikilli líkamsþyngd, 1.4 trilljón Bandaríkjadala sem er sambærilegt við áætlaðan kostnað af Íraksstríðinu. Um sextíu milljónir manna stríða við sykursýki í Evrópu eða 10.3% karla og 9.6% kvenna, 25 ára eða eldri.diabetes

Flest of feitt fólk í Vestur-Evrópu er á Íslandi og Möltu, að því er fram kemur í nýlegri rannsókn læknatímaritsins Lancet. Svíþjóð hefur náð bestum árangri í að takast á við sykursýki samkvæmt rannsókn sem tók til allra aðildarríkja Evrópusambandsins, Noregs og Sviss. 

Greinar UNRIC um skyld málefni:

Sykursýki: Ekki lengur saumnál í heysátu

Fjöldi sykursjúkra tvöfaldast fyrir 2030 

Harpa og Höfði böðuð í bláu ljósi 

Overfed and undernourished: more doesn’t mean better 

Diabetes: a threat to developing countries

Number of people with diabetes expected to double by 2030

Aðrir tenglar:

WDD official page

WDD around the world

IDS Diabetes Atlas