Sýrland: Svört skýrsla um mannréttindi

0
470

 

PINHEIRO

20. desember 2012. Óháð alþjóðleg rannsóknarnefnd um mannréttindaástandið í Sýrlandi dregur upp dökka mynd í áfangaskýrslu sem kynnt var í Brussel í dag. Skýrslan nær yfir tímabilið 28. september til 16. desember.

 “Skýrslan er mjög dapurleg og dregur upp dökka mynd af þessum skelfilegu átökum og þeim alvarlegu brotum á mannréttinda- og mannúðarlögum sem eru framin af beggja hálfu, stjórnarhersins og uppreisnarmanna,” sagði formaður nefndarinnar Paulo Pinheiro á blaðamannafundi í Brussel.

Skýrslan er tíu síðna áfangaskýrslan en niðurstöður nefndarinnar ber að leggja fyrir Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í mars 2013.

Nefndin varar við því að átökin séu í vaxandi mæli á milli þjóðarbrota og trúarhópa. Stjórnarherinn og vígasveitir hliðhollar stjórnöldum ráðast á almenna borgara af Sunni-kvísl íslamskrar trúa en vopnaðir stjórnarandstæðingar ráðast á fólk Alúíta-trúar og aðra minnihlutahópa sem taldir eru styðja stjórnvöld.  

“Við höfum áður gefið þetta til kynna í skýrslum okkar en þetta verður sífellt augljósara,” sagði Pinheiro.
 
Áfangaskýrslan beinir einnnig kastljósinu að þátttöku erlendra vígamanna í átökunum. Sumir þeirra eru sagðir í tengslum við öfgahópa og eru taldir hafa átt þátt í aukinni róttækni vopnuðu andstöðunnar gegn stjórnvöldum.
 
Pinheiro lýsti áhyggjum af “alþjóðavæðingu” deilunnar og lýsti stuðningi nefndarmanna við friðarviðtleitni Lakhdar Brahimi, sameiginlegrs erindreka Arababandalagsins og Sameinuðu þjóðanna.

“Við teljum að enginn hernaðarlegur sigur sé mögulegur. Það er blekking að halda að hægt sé að flýta lausn deilunnar með því að senda öðrum hvorum aðilanum vopn. Eina lausnin er pólitísk og diplómatísk.”

Í nefndinni sitja formaðurinn Paulo Sergio Pinheiro (Chair), Karen AbuZayd, Carla del Ponte og Vitit Muntarbhorn, en þau voru skipuð af Mannréttindaráðinu til að rannsaka og skrá öll brot á alþjóðlegum mannréttindalögum í Sýrlandi.

Nefndin hefur rætt við um tólf hundruð manns, sjónarvotta og fórnarlömb Mannréttindabrota, þar á meðal 100 frá því síðasta áfangaskýrsla var gerð. Rannsakendum hefur ekki verið leyft að starfa í Sýrlandi en eins og Pinheiro orðaði það: “Þótt við höfum ekki farið til Sýrlands, þýðir það ekki að við höfum ekki aflað okkur upplýsinga í Sýrlandi.”

Mynd: Pinheiro (th) og Karen AbuZayd á blaðamannafundi hjá UNRIC í Brussel. UNRIC/Philippe Chabot.