Tækni og vísindi: of fáar konur

0
424
Alþjóðlegur daga kvenna og stúlkna í vísindum.
Alþjóðlegur daga kvenna og stúlkna í vísindum.

Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum. STEM-greinar. Þótt konur og karlar séu búin sömu hæfileikum til að leggja stund á nám í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði – svokölluðum STEM-greinum, benda rannsóknir til að konur séu hlutfallslega of fáar í þessum greinum og njóti minni hvatningar en karlar.

Alþjóðlegur dagur kvenna í stúlkna í vísindum er 11.febrúar.

Brúun kynjabilsins er þýðingarmikil fyrir þróun og framtíð mannkyns og miðlæg í hugsjón Sameinuðu þjóðanna fyrir betri heim. Alþjóðlegur dagur kvenna í stúlkna í vísindum er kjörið tækifæri til að beina kastljósi að þessu máli.

Alþjóðlegur daga kvenna og stúlkna í vísindum.
Alþjóðlegur daga kvenna og stúlkna í vísindum.

Af hverju er þetta mikiilvægt? Meðal annars, vegna þess, að virkjun helmings mannkyns í STEM-greinum glæðir vonir um að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir 2030. Þetta snýst ekki aðeins um Heimsmarkmið fjögur, um jafnrétti kynjanna, heldur einnig heilbrigðismarkmiðin (3) og loftslagsaðgerðir (13). Konur gegna mikilvægu hlutverki við að finna sjálfbærar lausnir.

 Sérstakar ástæður

Konur eru aðeins þriðjungur þeirra, sem stunda rannsóknir, í heiminum að sögn UIS (Tölfræðistofnun UNESCO). Tölfræðin segir þó ekki allan sannleikann. Aðrar rannsóknir benda til að ýmsir þættir séu þrándur í götu kvenna í STEM-greinunum. Þar á meðal eru félagslegir og aðrir innbyrðistengdir þættir, svo sem væntingar um fjölskyldulíf, ójafnrétti í vinnu-umhverfi, auk minni fjárhagslegs stuðnings við rannsóknir kvenna en karla.

Alþjóðlegur daga kvenna og stúlkna í vísindum.
Alþjóðlegur daga kvenna og stúlkna í vísindum. Mynd: UNICEF/Kasakstan.

Fram kemur í rannsókn frá 2017 „að frá sex ára aldri eru stelpur síður líklegar en drengir til að vera upp með sér af kyni sínu og ólíklegri til að taka þátt í verkefnum sem ætluð eru „mjög klárum“ krökkum.“ Þetta dregur verulega úr líkum á að stúlkur leggi stund á STEM-greinar, því þær þykja erfiðar og krefjast „framúrskarandi gáfna“.“

Alþjóðlegur daga kvenna og stúlkna í vísindum.
Mynd eftir franska teiknarann Elyx.

Fjölskyldur með lítil auraráð eiga oft erfitt með að útvega börnum kennslu í stærðfræði og vísindum, og sérstaklega þá stúlkum.

Kynþáttur, tungumál og hvort viðkomandi er innflytjandi, skipta máli. Þá eru konur 20% ólíklegri til að eiga snjallsíma en karlar. 300 milljónum færri konur hafa aðgang að netinu en karlar í lág- og meðlatekjuríkjum

Torvelt innan háskóla

Alþjóðlegur daga kvenna og stúlkna í vísindum.
Lýst hefur verið áhyggjum af því hve fáar konur eru í tölvuvísindum, ma.við þróun gervigreindar. Nikon/Unsplash

Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið, því konur sem á annað borð hasla sér völl í þessum greinum, fá lægri laun en karlar og oft og tíðum lægri rannsóknastyrki.

Starfsferill kvenna eru svo styttri og ábataminni. Þær eru fámennari í höfundatali helstu tímarita og eru oft virtar að vettugi við stöðuhækkanir.

Góðu fréttirnar eru þær að í sumum ríkjum hafa konur náð að brúa bilið í sumum vísindagreinum. Þetta er þó ekki raunin í hinum starfræna heimi, svo sem í upplýsingatækni og tölvufræði. Þrátt fyrir mannaflaskort í þessum greinum, eru konur aðeins 28% útskrifaðra verkfræðing og 40% tölvufræðinga og upplýsingatækna samkvæmt væntanlegri skýrslu UNESCO.

Baráttuaðferðir

Sameinuðu þjóðirnar birta ekki aðeins skýrslur um þessi mál heldur hafa gripið til ýmissa aðgerða til að breyta tölfræðinni og berjast gegn kynbundnum ójöfnuði í tækifærum til menntunar.

Alþjóðlegur daga kvenna og stúlkna í vísindum.
Mynd: Julia Koblitz/Unsplash

Árið 2021 ýtti Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) úr vör átaki á Jafnréttisþingi sínu. TIGE, er skammstöfun fyrir Aðgerðabandalag um jafnrétti í tækni og nýsköpun (Action Coalition on Technology and Innovation for Gender Equality (TIGE).)Bandalagið hefur á takteinum áætlanir um að leysa þessi mál fyrir 2026.

Ein þeirra snýst um að bæta aðgang að þjónustu og stafrænum náms-úrræðum til að bæta stafræna læsi í heiminum.  Aðgengi að þessum úrræðum er stefnt til höfuðs staðal-ímyndum með því að gera öllum ljóst að konur geta verið jafn stafrænt læsar og karlar

Önnur aðgerð felst í því að auka fjárfestingar í femínískri tækni og nýsköpun um 50%. Sama gildir um stuðning við leiðtogahlutverk kvenna í nýsköpun, sem er svar við brýnum þörfum kvenna og stúlkna.

Að lokum, er mikilvægt að fylgjast með því hvort heimurinn og einstakar þjóðir séu á réttri leið þegar hlutur kvenna í vísindum og tækni er annars vegar.

Alþjóðlegur dagur kvenna í stúlkna í vísindum 2022, sjá hér.

Um stöðu kvenna á Íslandi (2021) hér

Almennt um konur í vísindum og tækni sjá hér, hér og hér.