Áhyggjur af kynjahalla í þróun gervigreindar

0
592
Mynd: ITU/V. Arce

Vísindakonur fá oft og tiðum lægri rannsóknastyrki en karlar. Ferill vísindakvenna er oftast styttri en karla og þær fá að jafnaði lægri laun. Oft eru þær sniðgengnar við stöðuhækkanir og þær fá síður birtar greinar í helstu vísindaritum. Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum er 11.febrúar.

„Þessi ójöfnuður sviptir veröldina hæfileikum og nýsköpun, sem ekki er virkjuð,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi kvenna og stúlkna í vísindum. „Við þurfum á sjónarhorni kvenna að halda til þess að vísindum og tækni verði beitt í allra þágu.“

Þriðjungur vísindamanna, 3% Nóbelsverðlauna

Konur eru þriðjungur allra vísindamanna en aðeins 12% félaga í vísinda-akademíum. 97% Nóbelsverðlaunahafa í eðlis-, efna- og læknisfræði eru karlar, aðeins 3% konur.

„Við getum og við verðum að grípa til aðgerða,“ segir Guterres. „Við þurfum á stefnumörkun að halda sem greiðir fyrir því að skólastofur fyllist af stúlkum sem læra tækn, eðlisfræði, verkfræði og stærðfræði.“

Þetta eru því miður ekki einu tölurnar sem valda áhyggjum. Og nú í miðri fjórðu iðnbyltingunni eru konur 28% útskrifaðra verkfræðinga og 40% tölvufræðinga.

Aðeins fimmti hver starfsmaður sem fæst við gervi-greind er kvenkyns (22%).

„Þetta er sérstaklega þýðingarmikið á sviði gervigreindar. Það eru bein tengsl á milli hve fáar konur starfa við gervigrein og þeim fáránlegu algóriþmun sem gera ráð fyrir að karlar séu reglan og konur undantekning,“ segir Guterres.

Jafnrétti kynjanna í vísindageiranum er þýðingarmikið í að hrinda í framkvæmd Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Töluverður árangur hefur náðst á alþjóðavettvangi í að hvetja og virkja konur og stúlkur í vísindum. Langt er hins vegar í land með ná fullri þátttöku þeirrra í vísindagreinum.

Sjá grein frá síðasta ári um stöðu kvenna í vísindum á Íslandi, hér.