Tjáningarfrelsi er forsenda framfara

0
428
Media Press

Media Press

4.maí 2015. Tjáningarfrelsi og frjáls fjölmiðlun eru grundvallar stoðir góðra stjórnunarhátta og mannréttinda um allan heim, að því er oddvitar Sameinuðu þjóðanna segja í sameiginlegri yfirlýsingu sinni í tilefni af Alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis (3.maí).

Þar segir að slíkt frelsi liggi til grundvallar mótunar sjálfbærra þróunarmarkmiða (SDGs). Í sameiginlegri yfirlýsingu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Irina Bokova, forstjóra Menningarstofnur samtakanna (UNESCO) og Zeid Ra’ad Al Hussein, mannréttindastjóra þeirra (UNHCHR) er bent á að gæðablaðamennska „geri borgurum kleift að taka upplýstar ákvarðanir um þróun samfélags síns“ og jafnframt „afhjúpa óréttlæti, spillingu og misbeitingu valds.“

„Eigi friður að vera varanlegur og þróun sjálfbær, ber að virða mannréttinda,“ segja oddvitar Sameinuðu þjóðanna. „Allir verða að geta tjáð hug sinn, aflað, tekið við og dreift þekkingu og upplýsingum með hvaða hætti sem er hvort heldur sem er á netinu eða annars staðar.“

Það var Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem stofnaði til Alþjóðdags fjölmiðlarfrelsis (World Press Freedom Day). Þema dagsins í ár „Látum blaðamennsku blómstra“ beinist að þrennu; að efla gæðablaðamennsku, leiðrétta kynjahalla í fjölmiðlum, og tryggja stafrænt öryggi.

„Við þurfum á því að halda að allar raddir hljómi og heyrist, sérstaklega raddir kvenna,“ segja forkólfar Sameinuðu þjóðanna. „Tveimur áratugum eftir Beijing-yfirlýsinguna heyrist of sjaldan í konum í fjölmiðlum, ekki aðeins þegar um ákvarðanatöku er að ræða, heldur einnig í almennri umfjöllun.“

„Við svo búið verður ekki unað,“ bæta þeir við. „Karlar og konur verða að taka þátt í því á jafnréttisgrundvelli jafnt að komast í fréttirnar sem að deila þeim.“

Mynd: SÞ/Evan Schneider