Tökum höndum saman gegn offitu!

0
428
3434095379 947114ebfe z

3434095379 947114ebfe z

18. maí 2015. Jamie Oliver, hinn heimsþekkti sjónvarpskokkur, hefur hrint af stokkunum alheimsátaki gegn offitu og yfirþyngd með það að markmiði að fá leiðtoga auðugustu ríkja heims til að grípa til aðgerða.

jamieÍ opnu bréfi skrifar Jamie Oliver:

„Ég þarf nauðsynlega á hjálp ykkar að halda til að knýja fram raunverulegar breytingar. Við stöndum frammi fyrir offitufaraldri en 42 milljónir barna undir fimm ára aldri í heiminum eru ýmist í yfirþyngd eða glíma hreinlega við offitu. Með þessu áframhaldi mun næsta kynslóð lifa skemur en foreldrarnir ef ekkert er gert til að breyta þessum hræðilegu tölum.“

Oliver biður ykkur um tvennt: annars vegar að undirrita áskorun til svokallaðra G20 ríkja, hóps áhrifamestu ríkja heims, til að sýna stuðning við að raunhæft nám um mat verði gert að skyldunámi um allan heim. Í öðru lagi biður Oliver ykkur um að deila þessu á samsfélagsmiðlum.

„Það skiptir sköpum að við gæðum komandi kynslóðir þeirri lífsleikni sem nauðsynleg er til að lifa hamingjusamara, heilbrigðara og afkastameira lífi. Ég er sannfærður um að þetta séu mannréttindi sérhvers barns og ég vona að þið séuð sammála.sign it

Ef þið hjálpið mér við að fá milljónir manna til að undirrita þessa áskorun, getum við skapað nógu kraftmikla hreyfingu til þess að leiðtogar G20 ríkjanna grípi til aðgerða. Matarmenntun getur breytt lífi næstu kynslóða og því bið ég ykkur um hjálp. Ég get ekkert án ykkar.

Undirritið, deilið þessu og hvetjum ríkisstjórnir til að gera rétt,“ skrifar Jamie Oliver

Sjá nánar: www.foodrevolutionday.com

change.org/jamieoliver

#FoodRevolutionDay

Af hverju G20?

19 ríki skipa G20 hópinn að viðbættu Evrópusambandinu og er vettvangur alþjóðlegrar efnahagssamvinnu ríkjanna og ákvarðanatöku. G20 var ekki síst mikilvægur vettvangur samvinnu ríkjanna í efnahagskreppunni. Nú þegar hún er að mestu afstaðin, getur G20 snúið athygli sínni í ríkjandi mæli að praktískum aðgerðum sem geta leitt heiminn á braut varanlegs hagvaxtar.

Offita er eitt af þremur helstu félagslegum vandamálum af mannavöldum auk reykinga og vopnaðs ofbeldis, stríðs og hryðjuverka.
Offita kostar heiminnn 2 triljónir dollara á ári. G20 hefur hag af því að ráðast til atlögu og þau tæki og tól sem til þarf, og því er kjörið að beina undirskriftunum til þeirra.

Mynd: Flickr / Emilio Labrador Attribution 2.0 Generic (CC BY 2.0)