Nefnd SÞ hefur áhyggjur af hatursáróðri í Danmörku

0
422
Danmark

Danmark

18.maí 2015. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamisréttis hefur lýst áhyggjum af vaxandi útlendingahatri og pólítískum áróðri gegn fólki sem ekki hefur danskan ríkisborgararétt í aðdraganda þingkosninga í Danmörku.

Nefndin birti á föstudag niðurstöður athugasemda um nokkur ríki, þar á meðal Danmörku, sem verið hafa til umfjöllunar á síðata þingi nefndarinnar frá 27.apríl til 15.maí. Kosið verður til danska þingsins ekki síðar en í september á þessu ári. 

Nefndin lýsir einnig áhyggjum af kynþáttahatri í fjölmiðlum, þar á meðal á netinu, og sívaxandi andúðar á Íslamstrú; af hryðjuverkaárás á samfélag gyðinga í febrúar 2015 og að Róma fólk sé gert að blóraböggli.

Þá lýsir nefndin djúpum áhyggjum af því að myndir sænsks listamanns, sem einkennist af kynþáttahatri haf verið sýnda í danska þinginu. Listamaðurinn hafi oft verið dæmdur í Svíþjóð fyrir kynþáttahatur en sýningin sé varin á þeim röksemdum að ríkinu beri að standa vörð um og efla tjáningarfrelsi.

Enn hefur nefndin áhyggjur af því að 45% fólks af erlendum uppruna telji sig hafa orðið að sæta mismunun vegna uppruna síns. Þá er lítill fjöldi dómsmála vegna hatursglæpa áhyggjuefni.

Skorað er á yfirvöld að vera á varðbergi og beita sér eins fljótt og hægt er gegn samtökum sem beita sér fyrir kynþáttamismunun, í stað þess að bíða þess að þau verði leyst upp í framtíðinni.

„Banna ber slík samtök og gera starfsemi þeirra ólöglega, sem og áróðursstarfsemi af þessu tagi,” segir í niðurstöðum nefndarinnar.

Nefndin mælir með því að dönsk yfirvöld herði baráttuna gegn kynþáttafordómum- og ofbeldi og útlendingahatri sem og skorti á umburðarlyndi yfirleitt í landinu. Hún hvetur yfiröld til að minna stjórnmálamenn á ábyrgð þeirra á að leggja sig fram við að efla umburðarlyndi og skilning á milli ólíkra hópa.

Þessu til viðbótar hefur nefndin áhyggjur af því hversu hörð og ósveigjanleg stefna Danmerkur sé varðandi sameiningu fjölskyldna flóttamanna, þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir.

Athugun nefndarinnar tekur til þess hversu vel eða illa, eftir atvikum, Danmörk hefur uppfyllt ákvæði Alþjóðasáttmálans um afnám kynþáttamisréttis (ICERD), auk þess að tíunda helstu áhyggjuefni og ráðleggingar.

Helstu niðurstöður má sjá hér

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamisréttis er skipuð 18 alþjóðlegum, óháðum sérfræðingum. 

Sáttmálann um afnám kynþáttamisréttis má sjá hér

Mynd: minniemouseaunt Flickr Attribution 2.0 Generic (CC BY 2.0)