Transkona ráðherra í fyrsta skipti í Svíþjóð

0
623
Lina Axelsson Kihlblom

Sá merkisatburður varð í sænskum stjórnmálum um mánaðamótin að Lina Axelsson Kihlblom varð sú fyrsta úr röðum transfólks til að taka við ráðherraembætti í Svíþjóð. Hún er menntamálaráðherra í stjórn Magdalenu Andersson fyrstu konu sem gegnir embætti forsætisráðherra í landinu.

Lina Axelsson Kihlblom hefur langa reynslu af starfi við skóla. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir ritstörf. Árið 2015 vakti bók hennar ”Líkar þér við mig nú?”(”Kommer du tycka om mig nu?”)

Í bókinn lýsir hún reynslu sinni af því að vera stúlka sem óx upp í líkama drengs. Kynleiðréttingu hennar lauk þegar hún var 25 ára. Þá hefur hún sagt í viðtali að þá fyrst hafi hún verið orðin hún sjálf.

SÞ styðja réttindabaráttu

António Guterres hefur marglýst yfir stuðningi við réttindi lesbía, homma, tvíkynhneigða, transfólks og intersex.Hann var fyrsti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem ávarpaði fund LGBTI ríkjahópsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (LGBTI Core Group).

„Sameinuðu þjóðirnar styðja við réttindi LGBTI samfélagsins,” sagði hann „Margir innan þess hóps hafa mátt sæta fangelsun, misþyrmingum og jafnvel dauða fyrir það eitt að elska þann sem það elskar.“

Sjá einnig hér og  hér um málefni transfólks á Íslandi.