Þróunaraðstoð: Ísland fyrir neðan meðaltal

0
496
EU UN

EU UN
13.apríl 2016. OECD ríkin verja að meðaltali 0.3% af þjóðartekjum til þróunarmála og er Ísland fyrir neðan meðaltal með 0.24%.Ísland er í sautjánda sæti af 28 ríkjum OECD.

Svíþjóð er í fyrsta sæti á lista yfir framlög hinna 28 OECD ríkja og ver andvirði 1.4% af vergum þjóðartekjum til þróunarmála.
Á það ber þó að líta að Svíþjóð er í hópi um það bil helmings ríkja OECD sem nýta sér heimild til að telja fram framlög til flóttamanna sem þróunaraðstoð.

Sænska stjórnin segir í yfirlýsingu í dag að ef þessi kostnaður væri dreginn frá næmi þróunaraðstoð 0.9% af þjóðartekjum. Jafnvel þó það sé gert er Svíþóð nálægt toppnum og er eitt af sex ríkjum sem hefur náð 0.7% marki Sameinuðu þjóðanna en hin eru Danmörk, Lúxemborg, Holland, Noregur og Stóra Bretland.

Þróunaraðstoð sem veitt er í heiminum jókst um 6.9% á milli áranna 2014 og 2015, þökk sé meir en tvöföldunar framlaga til flóttamanna.
Séu þau fjárframlög dregin frá hefur þróunaraðstoð aukist um 1.7% að raunverði samkvæmt upplýsingum sem Þróunaraðstoðarnefnd OECD (Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu) sendi frá sér í dag.

Kostnaður við mótttöku flóttamanna var 9.1% af þróunaraðstoð OECED ríkjanna 2015 en var aðeins 4.8% árið áður. „Ríkin hafa orðið að finna fjármagn til að kosta mótttöku fleiri flóttamanna en dæmi eru um á síðari tímum og flest þeirra hafa gert það án þess að taka fé frá öðrum sviðum þróunarmála. Þessi viðleitni verður að halda áfram. Við fögnum því að sama skapi að þróunaraðstoð er í auknum mæli beint til fátækustu ríkjanna,“ segir Angel Gurría, forstjóri OECD.

Meðal þróunaraðstoð OECD ríkjanna 28 er 0.30% af þjóðartekjum. Þróunaraðstoð hefur aukist um 83% frá árinu 2000 þegar Þúsaldarmarkmiðin um þróun (MDGs) voru samþykkt.

Reglur Þróunaraðstoðarnefndar OECD (DAC) kveða á um að hluta kostnaðar við mótttöku flóttamanna megi telja sem þróunaraðstoð fyrsta árið eftir komu þeirra. Sum OECD ríki (Ástralía, Kórea og Lúxemborg) gera það ekki en í öðrum ríkjum á borð við Austurríki, Grikkland, Ítalíu, Holland og Svíþjóð er hlutfall kostnaðar við flóttamenn um og yfir 20% af framlögum til þróunaraðstoðar.