Þú og ESB á móti plasti

0
501

You and EU vs plastic bag Credit Flickr 2.0 Generic Rick Cooper CC BY 2.0

Mars/Apríl 2014. Evrópusambandið hefur gripið til aðgerða sem vonast er til að minnki verulega notkun plastpoka á næstu fjórum árum.  Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem lögð var fram í nóvember á síðasta ári, verða ESB ríkin að letja neytendur til að nota léttustu plastpokanna, en það er látið aðildarríkjunum eftir hvernig það er gert. Fullyrt er að tillögurnar geti minnkað notkun plastpoka um 80% en óljóst er hvernig því marki verði náð, en á meðal valkosta eru skattlagning og bönn og setning markmiða um minnkun fyrir hvert ríki.
.
Evrópuþingið samþykkti ályktun í janúar á þessu ári (2014) sem felur í sér að hættulegasta plastið og vissir plastpokar verði bannaðir frá og með 2020 og er þetta liður í áætlun Evrópusambandsins um að minnka plastmengun í umhverfinu. Hvatt er til þess í ályktuninni að Evrópusambandið setji bindandi markmið um að endurnýta plast.

Að meðaltali notar hver Evrópubúi nú 198 einnota plastpoka á ári en það þýðir einn poka á dag á hvert heimili. En tölurnar eru mismunandi eftir löndum innan Evrópusambandsins. Þannig nota Danir og Finnar fjóra poka á ári en Póverjar, Portúgalir og Slóvakar 466. 

En hvað getur þú gert

Hér eru nokkur heilræði sem hver og einn getur tileinkað sér:

• Í hvert skipti sem við sjáum rusl; tökum það upp og komum því frá okkur á réttan stað.
• Minnkum neyslu, endurnotum og endurnýtum. Þetta hafa allir heyrt áður en nú vitum við hvað gerist ef við gerum þetta ekki. Verið meðvituð um innkaup ykkar og forðist vörur sem eru pakkaðar inn í of miklar umbúðir sérstaklega ef þær eru einnota.
• Krefjist betri og meiri endurnýtingar aðstöðu í ykkar heimabyggð.
• Takið þátt í hreinsunaraðgerðum þegar drasl er slætt og tínt upp úr lækjum, ám, vötnum og af strandlengjum. Þetta leysir ekki vandamálið en það er gott að hreinsa til og þetta vekur athygli á vandamálinu. Sjá http://www.blaiherinn.is/
• Verið meðvituð um vistspor ykkar. Stuðlið að breytingum til batnaðar með ykkar eigin hegðun og neyslu og sættið ykkur ekki við við núverandi neyslu og sóun.