Tveggja merkra Svía minnst

0
448

 18. september.  Tveggja merkra sænskra embættismanna sem fórnuðu lífi sínu fyrir alþjóða samfélagið hefur verið minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna undanfarna daga. Þeir eru Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri samtakanna og sáttasemjarinn Folke Bernadotte, greifi.

Ban heiðrar minningu forvera síns Hammarskjölds.

Dag Hammarskjöld
Fimmtudaginn 18. september var þess minnst að 47 ár eru liðin frá því að Dag Hammarskjöld lést með því að blómsveigur var lagður að minnismerki um hann. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞog eiginkona hans, Asha-Rose Migiro, varaframkvæmdastjóri, Miguel d’Escoto Brockmann (Nikaragva)  forseti Allsherjarþingsins, Alain Yoda (Burkina Faso) forseti Öryggisráðsins og fastafulltrúi Svía, Anders Lidén voru viðstaddir  (Nicaragua), voru viðstaddir minningarathöfn í svokölluðu hugleiðsluherbergi.
Staðarvalið var ekki tilviljun því Dag Hammarskjöld sjálfur beitti sér fyrir því að eitt herbergi í aðalstöðvum samtakanna skyldi helgað hugleiðslu. Hann skrifaði:
“Í þessu húsi sem er helgað umræðum í þágu friðar, ætti að vera eitt herbergi tileinkað þögn hið ytra og ró hið innra. Ætlunin er að þetta litla herbergi verði opið óendanlegri víðáttu huugsunar og bænar. Hér mun fólk koma saman sem játar ólíka trú og því verða engine ytri tákn trúarbragða.”
Hammarskjöld var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá 10. apríl 1953 til 18. september 1961. Hann lést í flugslysi í friðarferð í Kongó.
Folke Bernadotte, sáttasemjari
Fastafulltrúi Svíþjóðar hélt málþing miðvikudaginn 17. september til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá því Folke Bernadotte, greifi og fyrsti sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna var ráðinn af dögum. Málþingið var haldið í Dag Hammarsjöld bókasafninu í aðalstöðvum SÞ í New York og fjallaði um hlutverk samtakanna í friðarviðleitni. 
Folke Bernadotte var sænskur stjórnarerindreki sem er þekktastur fyrir að semja um lausn 15 þúsund fanga úr búðum Nasista á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann var skipaður fyrsti sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna í maí 1948. Hann var myrtur í Jerúsalem 17. september 1948 er hann miðlaði málum í Mið-Ausurlöndum.
Þátttakendur í umræðunum voru: Sir Brian Urquhart, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, Ibrahim Gambari, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ og Theresa Whitfield, frá Center on International Cooperation við New York University. Umræðum stjórnaði Anders Lidén, fastafulltrúi Svíþjóðar hjá SÞ.