Umbætur taldar nauðsynlegar á Öryggisráðinu og fjármálastofnunum

0
16
António Guterres aðalframkvæmdastjóri ræðir um Leiðtogafund framtíðarinnar við ungleiðotgann Vee (Varaidzo) Kativhu.
António Guterres aðalframkvæmdastjóri ræðir um Leiðtogafund framtíðarinnar við ungleiðotgann Vee (Varaidzo) Kativhu. Mynd: UN Photo/Mark Garten

Leiðtogafundur um framtíðina. 4.grein.Stjórnunarhættir á heimsvísu. Þeir stjórnunarhættir á heimsvísu, sem komið var á fót eftir síðari heimsstyrjöldina, eru undir miklu álagi. Umtalsverður árangur hefur náðst á um áttatíu árum. Almennt er þó viðurkennt að breytinga sé þörf til að koma í veg fyrir að lögmæti stofnana á borð við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna rýrni.

Í fyrirliggjandi drögum að Sáttmála framtíðarinnar er gert ráð fyrir breytingum á Öryggisráðinu en enginn texti um þetta liggur þó fyrir. Boðuð er tillaga að texta í júnímánuði.

Leiðtogafundur um framtíðina

Endurnýjað traust

„Forgangsatriði okkar er að endurnýja traust fólks á alþjóðlegum stofnunum með því að láta þær endurspegla betur heiminn í dag og gera þær skilvirkari til að þær geti hrint í framkvæmd skuldbindingum ríkja gagnvart hverju öðru og heimsbyggðinni,“ segir í drögum sáttmálans.

Þar er því heitið að umbreyta stjórnunarháttum á heimsvísu og efla fjölþjóðakerfið í þágu öruggari, friðsamari, réttlátari, jafnari, sjálfbærari, og velmegandi heimi fyrir alla. Auk umbóta á Öryggisráðinu og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna, er áhersla lögð á aukinn hlut þróunarríkja í stjórn alþjóðlegra fjármálastofnanna.

Einnig að reynt verði að finna nýjan mælikvarða á velmegun sem taki tillit til Sjálfbærrar þróunar til viðbótar við verga landsframleiðslu. Þá er þess krafist að gegnsæi ríki við val aðalframkvæmdastjóra, tekið verði tillit til landfræðilegra sjónarmiða og þeirrar staðreyndar að engin kona hefur gegnt starfinu.

Natalia Gherman utanríkisráðherra Moldavíu var á meðal nokkurra kvenna sem voru boðnar fram til embættis aðalframkvæmdastjóra 2016. António Guterres varð fyrir valinu – níundi karlmaðurinn í röð frá upphafi Sameinuðu þjóðanna. Mynd: UN Photo/Rick Bajornas
Natalia Gherman utanríkisráðherra Moldavíu var á meðal nokkurra kvenna sem voru boðnar fram til embættis aðalframkvæmdastjóra 2016. António Guterres varð fyrir valinu – níundi karlmaðurinn í röð frá upphafi Sameinuðu þjóðanna. Mynd: UN Photo/Rick Bajornas

Núverandi uppkast um stjórnunarhætti á heimsvísu 

  • 1) Við skuldbindum okkur til að umbreyta stjórnunarháttum á heimsvísu og blása nýju lífi í fjölþjóðakerfið til að takast á við áskoranir og grípa tækifæri dagsins í dag og morgundagsins.
  • 2) Umbætur á Öryggisráðinu.

 Tillagna að orðalagi er að vænta í júní.

  • 3) Við munum efla viðleitni til að hleypa nýjum krafti í starf Allsherjarþingsins.

Styrkja ber Allsherjarþingið í þeirri viðleitni að tryggja alþjóðlegan frið og öryggi. Efla þarf samstillingu þess og Öryggisráðsins einkum við að grípa til aðgerða gegn ógnum við frið og öryggi.

Tryggja þarf að val og skipan Aðalframkvæmdastjóra taki tillit til verðleika, gegnsæis og landfræðilegrar skiptingar.

Sérstaklega verði tekið tillit til þess við næstu skipan að engin kona hefur enn gegnt starfi aðalframkvæmdastjóra.

Jinan Lorenzio Wu og Edward Lee frá Juilliard tónlistarskólanum í New York á tónleikum í fundarsala Efnahags- og félagsmálaráðsins á Alþjóðlega menntadeginum. Mynd: UN Photo/Loey Felipe
Jinan Lorenzio Wu og Edward Lee frá Juilliard tónlistarskólanum í New York á tónleikum í fundarsala Efnahags- og félagsmálaráðsins á Alþjóðlega menntadeginum. Mynd: UN Photo/Loey Felipe
  • 4) Við viljum styrkja Efnahags- og félagsmálaráðið í því skyni að hraða því að Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun verði hrint í framkvæmd.

Stíga ber skref í þá átt að veita ungmennavettangi ráðsins formlega stöðu og styrkja umboð hans. Endurlífga þarf starf Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna.

  • 5) Við viljum efla Friðaruppbyggingarráðið.
  • 6) Við viljum bæta og styrkja Sameinuðu þjóðirnar.
  • 7) Við viljum efla Mannréttindastoð Sameinuðu þjóðanna. Við viljum tryggja að allir fái notið allra mannréttinda sinna og að hægt sé að bregðast við nýjum og komandi áskorunum á þessu sviði.

Öll mannréttindi eru almenn, óskipt, innbyrðis tengd og hvert öðru háð. Verja ber verndara mannréttinda. Efla ber skrifstofu Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna.

Sri Lanka. Mikiil áhersla er á að koma til móts við þróunarríki á vettvangi alþjóðlegra fjármálasdtofnana.
Sri Lanka. Mikiil áhersla er á að koma til móts við þróunarríki á vettvangi alþjóðlegra fjármálastofnana. Mynd: Árni Snævarr

 Uppstokkun alþjóða fjármálaerfisins

  • 8) Við munum halda áfram umbótum á stjórnunarháttum á alþjóðlega fjármálakerfinu með það fyrir augum að draga úr ójöfnuði í heiminum og að það endurspegli heiminn í dag.

 Brýnt er að koma á umbótum og takast á við ójöfnuð í alþjóðlega fjármálakerfinu. Þetta er nauðsynlegt til að mæta þeim stórkostlegu áskorunum sem blasa við á sviði sjálfbærrar þróunar. Þetta er mikilvægt skref í þá átt að byggja upp hnattræna samstöðu og traust á fjölþjóðakerfinu

Við viðurkennum nauðsyn umbóta á alþjóðlegum fjármálastofnunum og fjölþjóða þróunarbönkum, sérstaklega Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. Auka þarf hlut þróunarríkja, auka traust og aðgang að fjármögnun.

  • 9) Við munum vinna að umbótum á alþjóðlega fjármálakerfinu til að tryggja nauðsynlegt fjármagn til að hrinda Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun í framkvæmd og beina fé til þeirra sem þurfa mest á því að halda.
  • 10) Við munum vinna að umbótum á alþjóðlega fjármálakerfinu til þess að ríki geti treyst á aðgang að lánsfé. Auka ber aðgang að lánsfé á viðráðanlegum kjörum, koma í veg fyrir ósjálfbærar lántökur og greiða fyrir tímabærri, samstilltri og sanngjarnri endurskipulagningu skulda og skuldaeftirgjöf.
  • Áhersla er lögð á að aðgangur að fjármagni til sjálfbærrar þróunar sé ekki á kostnað annarra málaflokka svo sem menntunar og heilsugæslu. Sri Lanka.
    Áhersla er lögð á að aðgangur að fjármagni til sjálfbærrar þróunar sé ekki á kostnað annarra málaflokka svo sem menntunar og heilsugæslu. Sri Lanka. Mynd: Árni Snævarr
  • 11) Við munum vinna að umbótum á alþjóðlega fjármálakerfinu til að verja ríki jafnt fyrir kerfislægum áföllum og gera fjármálakerfið stöðugara.
  • 12) Við munum vinna að umbótum á alþjóðlega fjármálakerfinu til að mæta áskorunum loftslagsbreytinga.

Ríki ættu ekki að þurfa að velja á milli þróunar og viðnáms gegn loftslagsbreytingum. Fjármagn til loftslagsviðnáms ætti ekki að vera á kostnað annara nauðsynlegra fjárfestinga.

  • 13) Við munum þróa ramma utan um vísitölur til að mæla framfarir á sviði sjálfbærrar þróunar til viðbótar við verga landsframleiðslu.

Við förum fram á að aðalframkvæmdastjórinn skipi nefnd háttsettra sérfræðinga til að taka saman ráðleggingar um vísitölur sem ná lengra en þjóðarframleiðsla (GDP) í samráði við aðildarríki.

Fjölmargar nýjar áskoranir hafa komið fram sem ekki voru til 1945 þegar núverandi alþjóðlegir stjórnunarhættir voru mótaðir. Mynd
Fjölmargar nýjar áskoranir hafa komið fram sem ekki voru til 1945 þegar núverandi alþjóðlegir stjórnunarhættir voru mótaðir. Mynd: NASA-Nilfanion/Wikimedia Commons

Hnattrænar áskoranir

  • 14) Við viljum efla alþjóðleg viðbrögð við margslungnum hnattrænum áföllum.
  • 15) Við viljum efla alþjóðlega stjórnarhætti á sviði umhverfisins til að styrkja alþjóðlega samvinnu og hrinda í framkvæmd áformum okkur til að vernda plánetuna.
  • 16) Við viljum styrkja virkni okkar og samstarf við hlutaðeigandi hagsmunaaðila til að hrinda í framkvæmd fyrirliggjandi skuldbindingum og takast á við nýjar og komandi áskoranir.
  • 17) Við viljum efla alþjóðlega stjórnarhætti á heimsvísu um málefni geimsins til að tryggja friðsamlega, örugga, og sjálfbæra notkun geimsins í þágu alls mannkyns, þar á meðal þróunarríkja.
    • Nálgast má samningsdrögin eins og þau voru um miðjan maí hér.
    • Grein um ákvæði uppkastsins um sjálfbæra þróun má finna hér.
    • Grein um ákvæði uppkastsins um alþjóðlegan frið og öryggi má finna hér. 
    • Grein um ákvæði uppkastsins um Ungt fólk og komandi kynslóðir og Vísindi, tækni og nýsköpun má finna hér.