Undir afrískum og íslenskum iljum

0
500

2. Geothermal Power

Hvað eiga Íslendingar og Keníabúar sameiginlegt? Svarið er undir iljum beggja þjóða: heitt vatn í iðrum jarðar! Það voru ekki aðeins ljóshærðir og bláeygir afkomendur víkinga sem tóku á móti Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þegar hann heimsótti Hellisheiðarvirkjun á dögunum, því þar hitti hann að máli nemendur Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna frá Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.

„Þið Íslendingar eruð leiðtogar á heimsvísu í endurnýjanlegri orku og hér sé ég glitta í sjálfbæran kolefnasnauðan heim,“ sagði Ban Ki-moon á fundi með nemendum og starfsmönnum allra háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í Hellisheiðarvirkjun.

Í gegnum Jarðhitaskólann miðla Íslendingar þekkingu sinni á jarðhita til ýmissa þróunarlanda, til dæmis Kenía.Kenía varð fyrst Afríku-ríkja til að bora eftir heitu vatni. Frá árinu 1979 hafa um 500 manns frá 50 löndum lokið prófi við Jarðhitaskólann. Í Kenía eru helstu jarðhitasérfræðingarnir menntaðir á Íslandi en landið vonast til þess að 27% allrar raforku komi frá jarðhita sem er í Rift-dalnum árið 2031. Ýmis önnur nærliggjandi Afríkuríki ætla að sigla í kjölfarið.

Eins og framkvæmdastjórinn benti á í fyrirlestri í Háskóla Íslands að lokinni heimsókninni á Hellisheiði, þá er orka lykillinn að því að takast á við hnattrænar áskoranir. „Ísland hefur stigið stór skref í þá átt að efla og koma sjálfbærri orku á framfæri heima fyrir og í öllum heiminum.Ég hef séð það með eigin augum og fagna því,“ sagði Ban Ki-moon.

Mörg þróunarríki hafa mikla möguleika í að beisla jarðhita. Meir en 20 ríki framleiða nú þegar raforku úr jarðhita og rúmlega 70 nota hann til hitunar.
Ban Ki-moon, hafði kynnt sér notkun jarðhita áður en hann kom til Íslands því hann hafði heimsótt Olkaria jarðhitaverið í Rift-dalnum í Kenía.

Anna Wairimu Mwangi, frá Kenía naut þjálfunar í Jarðhitskóla Sameinuðu þjóðanna. Hún segist sannfærð um að land hennar sé á réttri leið. „Ég held að jarðhitinn sé framtíðin, enda endurnýjanleg auðlind“ segir Mwangi.

„Jarðhitaskólinn er staður þar sem menn skiptast á hugmyndum og þekkingu“ segir Ingvar Birgir Fridleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans. „Það skiptir sköpum að þjálfa fólk, sérstaklega frá þróunarríkjum í endurnýjanlega orkugeiranum, því þar mun veður mesta orkunotkunin.“