UNHCR fagnar aðild Íslands að samningum um ríkisfangsleysi

0
634
Ríkisfangsleysi
#IBelong-herferðin snýst um að binda enda á ríkisfangsleysi fyrir 2024.

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur fagnað því að Ísland hafi gerst aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi.

„Við fögnum ákvörðun Íslands sem færir okkur nær því að binda enda á ríkisfangsleysi í heiminum,“ segir Pascale Moreau, forstjóri Evrópuskrifstofu UNHCR.

Hálf milljón ríkisfangslausra í Evrópu

500 þúsund eru ríkisfangslaus í Evrópu, en tölur sem ná til alls heimsins liggja ekki á lausu. 4.2 milljónir manna eru í þeim 79 ríkjum sem hafa gefið upplýsingar en búist er við að heildartalan sé miklu hærri.

Ísland gekk frá aðild að tveimur samningum Sameinuðu þjóðaanna 26.janúar síðastliðnn. Annars vegar er það Samningur um töðu ríkisfangslausra frá 1954 og hins vegar Samningur frá 1961 um að draga úr fjplda ríkisfangslausra.

Aðild Íslands kemur í kjölfarmikilvægra skrefa sem stigin hafa verið í þá átt að laga löggjöf að ákvæðum samninganna. Þar á meðal í því skyni að koma í veg fyrir, skilgreina, fækka og vernda ríkisfangslausa.

#IBelong herferðin

Með þátttöku Íslands eru aðilar að samningnum frá 1954 orðnir 95 og 76 að samningnum frá 1961.

Minnst er sexutugsafmælis síðari samningsins í ár og vonast UNHCR til að fleiri ríki fylgi fordæmi Íslands.

Árið 2014 ýtti UNHCR úr vör #IBelong herferðinni til að binda enda á ríkisfangsleysi fyrir 2024. Síðan hafa 12 ríki gengið til liðs við samninginn frá 1954 og 15 að samningnum frá 1961.