UNICEF og Mia Farrow vekja athygli á neyðarástandi barna í Miðafríkulýðveldinu

0
506

Velgjörðarsendiherra UNICEF, Mia Farrow, lauk ferð sinni um Miðafríkulýðveldið með því að kalla eftir brýnni neyðaraðstoð og viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á því neyðarástandi sem nú ríkir í landinu.

 

Farrow fór um sveitahéruð landsins og sá m.a. tóm, niðurnýdd og brunninn þorp þar sem fólk hafði flúið inn í skógana frá árásum vopnaðra sveita og stigamanna sem fara um landið. Farrow varð vitni að því hve flóttafólk er heilsufarslega illa á sig komið en áætlað er að þau telji nú um 212 þúsund.

 (frá Íslandsdeild UNICEF) Sjá frásögn Miu Farrow  á www.UNICEF.is og nánari upplýsingar á: www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21703&Cr=Central&Cr1=african