Úr víðáttu Grænlands í grámyglu blokkar P

0
568
Island Q1

Island Q1

13. ágúst 2016. Aðeins tveggja tíma sigling er frá Nuuk, höfuðstað Grænlands í samnefndum firði, til eyjarinnar Qoornoq.

Á fallegum vordegi stinga litskrúðug húsin í stúf við gróðurlaust landslagið og snæviþakin fjöll í fjarska, en engan mann er að sjá á ferli. Það er engin furða því fyrir löngu ákváðu yfiröld að íbúarnir skyldu hafa sig á brott, flestir til Nuuk.

Þegar við siglum inn í innsigluna til Nuuk gnæfa yfir okkur íbúðablokkar, eins og lóðréttir hamrar. „Þangað fluttust margir íbúanna,” segir Pétur Block P Block from the sea1kapteinn mér.

Eitt af þeim málefnum sem sáttanefnd sem grænlenska landsstjórnin skipaði árið 2014, brýtur til mergjar, er sú stefna að leggja niður fámennar og afskekktar byggðir á þeim forsendum að þær væru „óhagkvæmar, óheilnæmar og gamaldags,” samkvæmt áætlun stjórnvalda fyrir Grænland frá því á sjöunda áratugnum.

Um tíma hýsti hin alræmda “Blokk P” 1% íbúa Grænlands en hún var stærsta íbúðarhús danska ríkisins þegar hún var reist 1965-1966.

brightly coloured houses1Sáttanefndin

Hugmyndin um sáttanefndina var kynnt í kosningabaráttunni á Grænlandi árið 2014. Aleqa Hammond, þá verðandi og nú fyrrverandi forsætisráðherra sagði þá: „Sættir og fyirgefning eru nauðsyn til þess að segja skiilið við nýlendustefnuna í landi okkar.”

Viðbrögð danskra stjórnvalda voru ótvíræð: „Við höfum enga þörf fyrir sættir,” sagði þáverandi forsætisráðherra Dana, Helle Thorning-Schmidt.

Umræðan í Danmörku snérist fyrst og fremst um hvort fjalla bæri um stjórn Dana í Grænlandi á sama hátt og stjórn hvítra manna í Suður-Afríku, en þar var skipuð svokölluð sannleiksnefnd þegar apartheid –stefnan leið undir lok.

Ida MatthiassonEkki leit að sökudólgum

Meðlimir sáttanefndarinnar vísa því hins vegar á bug að hún sé sambærileg við suður-afrísku nefndina. „Okkar sáttanefnd er einstök að því leyti að þetta er ekki sanneiksnefnd,” segir Ida Matthiasson, fulltrúi í nefndinni frá austur-Grænlandi í samtali við Norræna fréttabréf UNRIC. „Þess er ekki krafist af Dönum eða fulltrúum nýlendustefnunnar, að þeir biðjist afsökunar eða greiði bætur, heldur snýst þetta meira um skilning innan grænlensks samfélags.”

Jens HeinrichNefndarmaðurinn Jens Heinrich tekur í sama streng. „Starf nefndarinnar felst ekki í að leita að sökudólgum,” segir hann í samtali við fréttabréfið.

Mogens Lykketoft Blok P UN photo„Það hefur enginn viljað fara illa með Grænlendinga,” segir Mogens Lykketoft, fyrrverandi forseti Folketinget, danska þingsins og forseti 70.Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur haft talsvert af grænlenskum málefnum að segja sem utanríkis- og fjármálaráðherra til margra ára og formaður danska Jafnaðarmannaflokksins.

„Langsamlega flest af því sem Danmörk hefur tekið sér fyrir hendur á Grænlandi, hefur vissulega einkennst af landsföðurhyggju en ætíð í góðri trú, “ sagði Lykketoft í viðtali við danska blaðamanninn Martin Breum, höfund bókarinnar Balladen om Grönland.

Risablokkirnar í Nuuk

Risavöxnu íbúðarblokkirnar í Nuuk eru vitaskuld sýnilegasta dæmið um forsjárhyggju Dana. Slíkar blokkir höfðu reynst Blok P1 Foto Ásgeir Péturssonágætlega til að skjóta skjólshúsi fyrir hina hjólandi alþýðu Kaupmannahafnar en hins vegar var ekki tekið tillit til sér-grænlenskra aðstæðna. Gangar þrengdu að veiði- og fiskimönnum og það var jafnvel torsótt fyrir þá að komast inn og út um þröngar dyr í fullum vetrarskrúða. Og evrópskir fataskápar voru einu hirslurnar og allt of litlir til að geyma veiðarfæri.

Baðkör voru ekki hönnuð til að gera að veiddum sel, og fljótlega stífluðust pípulagnir. En mesti vandinn var þó sálrænn. Veiðimennirnir og fjölskyldur þeirra voru vanir snæviþöktum víðáttunum. Gráar blokkirnar þrengdu að þeim og fólk fyllltist innilokunarkennd.

IGreenland UN inuitda Matthiasson, segir að viss bannhelgi hafi hvílt yfir því að ræða tilfinningar þeirra sem þvingaðir voru til búferlaflutninga.„Það var enginn spurður álits,” segir Ida Matthiasson. „Byggðum var bara lokað og íbúarnir fluttir á brott með valdi. Margir voru sárir, og þau særindi hafa fluttst á milli kynslóða til barna og barnabarna. Það er ekki talað um þetta, þetta er tabú.”

Tabú

Nefndin hefur safnað munnlegum frásögnum fólks um fjölda málefna. „Fólk ákveður sjálft um hvað það vill tala,” segir Magdalene Møller, starfsmaður nefndarinnar í samtali við fréttabréfið. „Stundum er það um fortíðina, það sem fólk hefur upplifað, oft og tíðum um arf nýlendustjórnarinnar. En það getur líka snúist um samtímann, þá vegatálma sem fók rekst á eða áskoranir sem við er að glíma. Þá spyrjum við líka um hvaða svör fólkið hefur fyrir framtíðina.”

Greenland UN Illullisat scenery„Það sem nefndin stefnir að er að koma því til skila að einstaklingar geri sér grein fyrir að þeir geti opnað munninn og lagt sitt af mörkum til þeirrar frásagnar sem hvert einasta samfélag hefur þörf fyrir, til þess að skilgreina sig,” segir nefndarmaðurinn Jens Heinrich. Hann bendir á að enn hafi Grænlandssagan sjaldnast verið sögð af Grænlendingum sjálfum. „Rétturinn til að skilgreina sjálfan sig, er einn mikilvægasti þáttur nefndarstarfsins. Saga Grænlands og umfjöllun um Grænlendinga hefur hingað til oftast verið verk annara en þeirra sjálfra.”

„Danir eru enn um sinn ábyrgir fyrir Grænlandi og ef ríkjasambandið á að eiga framtíð fyrir sér er nauðsynlegt að endurskoða söguna.”

Nýlenda og amt

Frá þriðja tug átjándu aldar til 1953 var Grænland dönsk nýlenda, en þá var eyjan innlimuð í Greenland UN 1953Danmörku. Ein af ástæðunum var sú að Sameinuðu þjóðirnar hófu að beina sjónum sínum þangað þegar nýlendur urðu sjálfstæðar hver af annari. Breytingin var liður í nýrri stjórnarskrá Danmerkur og var borin undir dönsku þjóðina, en ekki Grænlendinga sjálfa. Heinrich segir að nýlendutíminn hafi ekki endað árið 1953 þegar Grænland varð amt í Danmörku.

„Í Danavæðingunni varð hvaðeina sem var grænlenskt annars flokks. Sú tilfinning sem fylgir því að beitt hafi verið rangindum, fylgir Grænlandi enn í dag. Ekki var gert upp við þetta þegar Grænland fékk heimastjórn 1979.”

child on sleigh1Ida Matthiason tekur í sama streng. „Manni finnst að maður standi ekki jafnfætis Dönum, svo dæmi sé tekið. Við viljum stuðla að því að fólk sé meðvitað um þetta og að samtal eigi sér stað innan samfélagsin í stað þess að sniðganga umræðuefnið. Ef ekki þá flyst þetta einfaldlega á milli kynslóða.”

Grænlendingar annars flokks

Danmörk brást eins og fyrr segir ókvæða við skipan nefndarinnar og í fyrstu vildu Danir sem minnst hafa af henni að segja. „Að mínu mati skorar nefndin á hólm hvaða augum Dani og Grænlendingar líta hvorir aðra og sjálfa sig, “ segir Heinrich sem býr í Danmörku eins og þúsundir annara Grænlendinga. „Goggunarröðin var sú að Danir voru fyrirmynd, voru þróaðastir, best menntaðir, auðugastir og hamingjusamastir, en Grænlendingar voru andstaða alls þessa. Og vissulega er erfitt að venjast því að slíkt breytist. Í einföldum dráttum má segja að markmiðið sé að auka stolt og sjálfsvirðingu Grænlendinga, svo að jafnrétti verði ekki nafnið tómt innan ríkjasambandsins.”

Solar pan elÍ stað blokkar P

Í miðri Nuuk er stór og tóm lóð, þar sem áður stóð hin illræmda Blokk – P. Hún var rifin 2012 en enn hefur ekkert verið byggt í staðinn. Á sama tíma snúa íbúarnir aftur til Qoornoq-eyjar til að gera vorhreingerningu og dytta að gömlu heimilum sínum sem nú eru notuð sem sumarbústaðir. Þar varð rafmagnslaust þegar ákveðið var að “loka” byggðinni , en lýsing og kynding eru ekki lengur óyfirstíganleg vandamál þökk sé sólarorku. . Nú minna sólarorkunemar og rauð-hvítir grænlenskir fánar, sem prýða nánast hvert hús, á að nýjir tímar eru gengnir í garð og að lítil þjóð í risastóru landi er tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

Þessi grein birtist í Norræna fréttabréfi UNRIC ágúst 2016. Einnig í Fréttatímanum 12.ágúst.

Myndir: 1. Qoornoq eyja. Ásgeir Pétursson 2. Blokkir í Nuuk.  UNRIC/Árni Snævarr 3.Litrík hús. Ásgeir Pétursson. 4. Ida Matthiason. Eigin mynd. 5. Jens Heinrich. Eigin mynd. 6. Mogens Lykketoft. UN Photo 7. Nuuk. Ásgeir Pétursson  8. Veiðimaður: UN photo/Mark Garten 9. Illulissat UN photo/Mark Garten 10. Danir lýstu því yfir árið 1953 að þar sem Grænland væri ekki lengur nýlenda, þyftu þeir ekki að gera grein fyrir málefnum þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar Dana á þeim fundi: Augo Lynge, Eske Brun, Frederik Lynge og P.P.Sveistrup. UN Photo. 11 og 12. Ásgeir Pétursson