Sjálfstæði þökk sé loftslagsbreytingum?

0
537
Greenland UN Aleca Hammond

 Greenland UN Aleca Hammond

14.ágúst 2016. Í einum af hinum þekktu dönsku sjónvarpsþáttum „Borgen” heldur forsætisráðherra Dana til Grænlands.

Tilgangurinn er að friða heimamenn sem höfðu verið sniðgengnir þegar alþjóðlegt hneyskli braust út þar sem Grænland kom við sögu. Á leiðinni út ágian iceberg more2 flugvöll fær forsætisráðherrann nýjustu fréttir um það sem Danir heyra vanalega um Grænland: atvinnuleysi, sjálfsvíg og misnotkun barna. 

Loftslagsbreytingar og bráðnun hinna miklu jökla Grænlands hafa hins vegar dregið til sín athygli heimsins og á sama tíma gert mönnum kleift að nýta auðæfi sem leynast neðanjarðar. Atburðarásin í Borgen þættinum frá 2010 er sú að danski forsætisráðherrann öðlast skilning á mikilvægi sjálfsvirðingar og stolts í sjálfsmynd þjóðar og felur grænlenska starfsbróður sínum að stýra komandi viðræðum við Bandaríkjamenn.

Það þarf ekki að taka það fram að þarna er dregin upp íronísk skopmynd en óhætt er þó að segja að saga af þessu tagi er dæmigerð fyrir hugsunarhátt margra Dana þegar Grænland er annars vegar – að minnsta kosti til skamms tíma.

Greenland UN Helle AlecaÞarna var sjónvarpið aðeins skrefi á undan raunveruleikanum því landfræði-pólitísk mikilvægi Grænlands hefur aukist hröðum skrefum og nú í sumar tóku grænlenskir ráðamenn á móti John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna en hann kom fast á hæla Donalds Tusk, forseta ráðherraráðs Evrópusambandsins. Þá sótti Ban Ki-moon Grænlendinga heim í aðdraganda COP21, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París, svo eitthvað sé nefnt.

80% Grænlands, stærstu eyju heims er þakið ís árið um kring. Alls er Grænland 2.2 milljónir ferkílómetra og er því um það bil tuttugu og tvisvar sinnum stærri en Ísland og raunar jafnstórt og Þýskaland, Frakkland, Bretland, Spánn, Portúgal og Ítalía samanlagt. 

Íbúafjöldinn er hins vegar aðeins 58,500 en það er svipað og á Bermúda, aðeins minna en í Andorra, en meira en Marshall eyja og um helmingur þeirra sem búa í Reykjavík.

Vegvísir til sjálfstæðis
Þáttaskil urðu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu á Grænlandi en þann 21. júní 2009 lýstu Grænlendingar yfir fullum sjálfsákvörðunarrétti í málum er tengjast réttarfari, stefnumótun og náttúruauðlindum. Þá voru Grænlendingar viðurkenndir sem aðskilin þjóð samkvæmt alþjóðalögum. Danska ríkið heldur eftir stjórn utanríkis- og varnarmála.

Greenland UN beautyGrænland hafði verið dönsk nýlenda og síðan amt í Danmörku frá komu norsk-danskra trúboða 1721 eða þar til þeir fengu “heimastjórn” 1979.

Með nýju fyrirkomulagi landsstjórnarinnar, eða sjálfstjórn, höfðu Grænlendingar öðlast rétt til að lýsa yfir sjálfstæði, ef þeir vilja.Ef og þegar það gerist má kalla „milljón dollara spurningu” því fyrst verður Grænland að auka tekjur sínar umtalsvert. Í dag má rekja 90% tekna Grænlands til fiskveiða og hafsins.

Grænlendingar gætu samkvæmt vegvísinum fært sér í nyt klásúlu um sjálfstæði, ef og þegar landið er orðið svo auðugt að það gæti lifað án rausnarlegs árlegs framlags Dana, en það nemur nú um tveimur þriðju hlutum útgjalda ríkisins eða um 85 milljörðum íslenskra króna. Þetta er andivirði 1.2 milljónum íslenskra króna á ári á hvert mannsbarn í Grænlandi.

Á sama tíma og flestir Grænlendingar, ekki síst veiðimenn, fyllast kvíða yfir loftslagsbreytingum, hörfaglacier11 jöklar og náttúruaðulindir verða aðgengilegri.

Auðæfi Grænlands

Grænland státar svo sannarlega af miklum auðæfum. Byrjum á því að tíundi hluti ferskvatns á jörðinni er bundið í grænlenskum jöklum, sem býður upp á mikla möguleika til raforkuframleiðslu. Þá er talið að í iðrum jarðar leynist járn, demantar, gull, kopar, hvítagull og titan, auk svokallaðra sjaldgæfra jarðmálma (rare earths).

Sagt er að ein af fyrstu spurningum Hillary Clinton, þáverandi utanríksiráðherra Bandaríkjanna þegar hún kom til Grænlands árið 2011, hafi verið „Hvað er að frétta af sjaldæfu jarðmálmaunum?”

Jarðmálmarnir sjaldgæfu eru alls sautján mismunandi málmar sem finnast óvíða í vinnanlegu magni. Það er kaldhæðnislegt að ástæðan fyrir því að hægt er nálgast þá nú á Grænlandi má rekja til þess að jöklar hopa af völdum loftslagsbreytinga; en á sama tíma gagnast þeir einkum í því sem kallað er “græna hagkerfið” og er sett til höfuðs sömu loftslagsbreytingum. Þessir málmar eru þannig notaðir í vindtúrbínur og rafmagnsbíla en líka í tölvur, snjallsíma og rafhlöður og meira að segja í stýriflaugar fyrir kjarnorkuvopn og nætursjónauka vígamanna.Talið er að Grænland búi yfir allt að fjórðungi þeirra sjaldgæfu jarðmálma sem þörf er fyrir á jörðinni næstu hálfa öldina.

house island1Þá er talið að úran finnist hvergi í meira mæli en á Grænlandi, en af pólitískum ástæðum er vinnsla úrans mjög viðkvæmt og umdeilt mál.

Óvíst um olíuboranir

Fræðilega er talið að á Grænlandi og í kringum það, leynist 20 milljarðar olíutunna, eða álíka magn og í öllum Norðursjó. Lækkandi olíuverð, lítill árangur boranna og mikil áhætta hefur hins vegar orðið til þess að líkur á olíuvinnslu í bráð hafa minnkað til muna. Olíufélög hafa verið mjög hikandi við olíuleit á norðurslóðum eftir mengunarslysið í Mexíkóflóa árið 2010, enda væri hreinsunarstarf enn erfiðara nyrðra og enginn þorir að hugsa þá hugsun til enda að sjá svarta olíubletti á hvítum bakgrunni norðurskautsins.

Þessi grein birtist í Norræna fréttabréfi UNRIC ágúst 2016.  

Myndir: 1. Aleca Hammond, fyrrv.forsætisráðherra Grænlands. UN Photo/Mark Garten  2. Ísjaki. Mynd: Ásgeir Pétursson 3. Heimsókn Ban Ki-moon til Grænlands 2014. Frá vinstri Helle Thorning-Schmidt; þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, Aleqa Hammond, þáverandi forsætisráðherra Grænlands, Ban Ki-moon, presturinn í Uummannaq, Yoo Soon-taek, eiginkona Bans og Kim Kielsen, þá umhverfisráðherra en nú forsætisráðherra Grænlands. UN Photo/Mark Garten. 4. Landslag UN Photo/Mark Garten.  5. Jökull í Nuuk-firði. Ásgeir Pétursson.  6. Hús.Ásgeir Pétursson.