Vara-aðalframkvæmdastjóri

0
503
AminaDSG

AminaDSGAmina J. Mohammed, vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var umhverfisráðherra Nígeríu frá nóvember 2015 til desember 2016. Áður var hún sérstakur ráðgjafi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og vann að framgangi áætlunar 2030 um Sjálfbæra þróun og Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna.

Áður en hún gekk til liðs við Sameinuðu þjóðirnar starfaði Amina Mohammed fyrir ríkisstjórn Nígeríu, þar á meðal sem sérstakur ráðgjafi um Þúsaldarmarkmiðin um þróun. .
Hún er einnig aðjúnkt í þróunarmálum við Columbia háskóla í New York og situr í ýmsum alþjóðlegum ráðgjafanefndum og stjórnum, þar á meðal í nefnd aðalframkvæmdastjórans um þróunarmál eftir 2015, Alheimsþróunaráætlun stofnunar Bill og Melinda Gates, svo eitthvað sé nefnt.

Mohammed starfaði í einkageiranum í þrjátíu og fimm ár við hlið arkitekta, og verkfræðinga í byggingarverkefnum á sviði heilsugæslu,menntunar og opinberrar þjónustu.

Hún er fædd árið 1961 og stundaði nám í Nígeriu og Stóra-Bretlandi. Hún er gift og á sex börn.