Vatn á þrotum í heiminum?

0
464
Waterscarcity.Flickr Vinoth Chandar CC BY 2.0

Waterscarcity.Flickr Vinoth Chandar CC BY 2.0

5. júlí 2015. Merkilegt nokk, þá er ekki vitað hversu mikið vatn er til í heiminum, en teikn er á lofti að það sé minna en flestir gera sér í hugarlund.

rannsókn undir forystu Kaliforníu háskóla og byggir á upplýsingum úr gervihnöttum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar, benda til að nú sé gengið á um þriðjung helstu grunnvatnsbirgða heimsins.

Niðurstöðurnar eru í takt við skýrslu Vatns-stofnunar Sameinuðu þjóðanna um ástand vatns í heiminum sem gefin var út fyrr á þessu ári.  Samkvæmt henni þarf að bæta við sem nemur 40% af vatnsbirgðum til að fullnægja eftirspurn árið 2030, ef ekki verður gripið til rótttækra aðgerða.

Stór hluti jarðarbúa frá Mið-Austurlöndum til Bandaríkjanna er farinn að ganga á grunnvatnsbirgðir landa sinna án þess að vita hvenær það er á þrotum. 

Water Groundwater chart RS. Credit UC Irvine NASA JPL CaltechRannsóknirnar eru með þeim ítarlegustu sem um getur því í fyrsta skipti eru gervihnettir notaði í þessu skyni. Þær leiða í ljós að gengið hefur verið á þrettán af þrjátiu og sjö af helstu vatnsbólum heims sem rannsökuð voru á milli 2003 og 2013, án þess að þau endurnýjist svo nokkru nemi.

Þau vatnsból sem mest hefur verið gengið á eru á þurrustu svæðum heims, þar sem íbúarnir nýta grunnvatn í miklum mæli. Búist er við að loftslagsbreytingar og mannfjölgun eigi enn eftir að auka vandann.

Rannsóknin leiðir í ljós að álagið sé mest á arabíska vatnsbólakerfið, sem sér meir en 60 milljónum manna fyrir vatni. Ástandið er aðeins litlu skárra í Miðdalnum í Kaliforníu.

Erftit er að áætla hversu mikið vatn er eftir í iðrum jarðar. Sem dæmi má nefna norðvestur Sahara vatnsbólakerfið en sumir að það verði þurrausið eftir 10 ár en aðrir 21 þúsund ár!

(Úr Norræna fréttabréfi UNRIC, júní-júlí 2015)