Bindum ekki enda á hungur án skynsamlegri vatnsnotkunar í landbúnaði

0
495
Alþjóðlegi vatnsdagurinn

Alþjóðlegi vatnsdagurinnBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við því að samkeppni milli samfélaga og ríkja um vatnsauðlindir fari vaxandi; þau virki eins og olía á eld gamalla öryggisvandamála ; skapi ný og hindri árangur á sviði grundvallar mannréttinda til matar, vatns og hreinlætis.

Í ávarpi sínu á Alþjóðlega vatnsdeginum 22. mars 2012, bendir framkvæmdastjórinn  á að landbúnaðurinn sé langstærsti notandi fersks vatns: „Ef við aukum ekki getu okkar til að nota vatn viturlega í landbúnaði, mun okkur ekki takast að binda endi á hungur og við munum opna dyrnar fyrir öðrum vandamálum á borð við þurrk, hungursneyð og óstöðugleika í stjórnmálum”.

Þema ársins á Alþjóðlega vatnsdeginum er vatn og fæðuöryggi. Í yfirlýsingu sinni segir Ban Ki-moon að milljarður manna í heiminum búi við hungur og 800 milljónir séu án öruggs aðgangs að fersku vatni. „Í mörgum hlutum heimsins færist vatnsskortur í aukanna og vöxtur í landbúnaði hefur minnkað. Á sama tíma eru loftlagsbreytingar að auka hættu og ófyrirsjáanlega atburði sem bitna á bændum, sérstaklega fátækari bændum í löndum með lágar tekjur sem eru í mestri hættu og eiga erfiðara með að aðlagast.”

Framkvæmdastjórinn segir að nýtilkominn pólitískur áhugi á fæðuöryggi, eins og áhugi G8 og G20-fundanna sýni, sé uppörfandi.

„Á þessum Alþjóðlega vatnsdegi, hvet ég alla til þess að nýta tækifærið, sem Rio+20 ráðstefnan gefur okkur. Í Ríó, þurfum við að brúa bilið á milli vatnsöryggis og matvæla- og fæðuöryggis þegar kemur að græna hagkerfinu. Vatn er hornsteinn þeirrar framtíðar sem við viljum” segir framkvæmdastjórinn í ávarpi sínu.