Verðlaunamynd, Stefán Karl, nettröll og sólin

0
463
stebbi1

stebbi1

18.apríl 2016. Franska verðlaunamyndin „Á morgun“ fjallar ekki um Stefán Karl Stefánsson leikara, en hún gæti gert það.

Í norræna fréttabréfi UNRIC sem er komið á netimi er fjallað um áhuga leikarans ástsæla á umhverfisvænni ræktun, en slíkt framtak er einmitt viðfangsefni frönsku heimildarmyndarinnar „Á morgun“ sem hefur slegið aðsóknarmet í Frakklandi og víðar. Hún er raunar tekin að hluta á Íslandi. Þar er sýnt fram á hvernig einstaklingar geta hver fyrir sig brugðist við heimsósóma á borð við loftslagsbreytingum og stjórnlausri óráðsíu. Við fjöllum einnig um hatursorðræðu á netinu og sólarorku á Norðurlöndum og ræðum við Anne Poulsen, hjá WFP, Norðurlandabúa mánaðarins að þessu sinni.