Við erum Evrópa

0
544

Shooting Film-30jan

31.janúar 2014. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ýtt úr vör myndbandasamkeppni undir vígorðinu: “Við erum Evrópa. Á hverjum degi” nú í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins.

Keppnin sem er opin öllum átján ára og eldri hófst 3. janúar en frestur til að skila myndböndum rennur út 14.mars.

Myndin á að vera allt að þriggja mínútna löng og gera evrópskum einkennum skil með því að segja sögu af því hvers vegna það er ástæða til að vera stoltur af því að vera frá Evrópu.

Hægt er að gera efninu skil í hvers konar mynd: heimildarmynd jafnt sem leikinni. Efnið á að vera í samræmi við evrópsk gildi og eiga erindi við alla.

Reglur keppninnar gefa keppendum nokkra hugmynd um hvernig þróa má hugmynd. Spyrja má spurning á borð við “Hvað þýðir í þínum huga að vera Evrópubúi?”, “Hvaða gildi metur þú mest sem búa að baki Evrópufánanum?”, “Hvaða kosti metur þú mest?”.

Í þessu skyni er lagt til að þátttakendur velji sér tiltekinn atburð í sögu Evrópusambandsins og segið frá hvaða máli það skiptir þig, heimabyggðina eða landið.

Keppendur hafa ókeypis aðgan að myndbönkum Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna og verða að sækja fjórðung efnisins í þessa myndbanka sem nálgast má á netinu.

Keppnin er samstarfsverkefni Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins (DG Communication – Audiovisual Services) og Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC)

Þrenn verðlaun eru í boði: 1.verðlaun 6.500 evrur, 2.verðlaun 2.500 og 3.verðlaun 1.500.

Nánari upplýsingar: http://www.europeinaday.eu/en
http://europa.eu/citizens-2013/en/news/video-contest-we-are-europe-every-day

Tengill: Jean-Pierre Assalone
Email: [email protected]