Solheim í stríði gegn skammstöfunum

0
486
Solheim in Somalia main resized

Solheim in Somalia main resized
26.september 2016. Nýskipaður yfirmaður umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna, Norðmaðurinn Erik Solheim, hefur lýst yfir stríði á hendur skammstöfunum. Solheim sem er norskur stjórnarerindreki og stjórnmálamaður var skipaður yfirmaður Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna, í júní á þessu ári.

Solheim var umhverfis- og þróunarráðherra Noregs 2005-2012 og formaður Þróunarnefndar OECD (DAC) síðustu ár.
Solheim var nýlega í Brussel og ræddi við Norræna fréttabréf UNRIC sem Norðurlandabúi mánaðarins.

-Frá því að þú gekkst til liðs við UNEP hefur þú vísað til stofnunarinnar sem UN Environment, hvers vegna?

„Þetta er ekki nafnabreyting heldur viljum við vísa til umhverfisins í titlinum, til þess einfaldlega að tala mál sem fólk skilur.Solheim serious resized
Í dag var á ég á fundi þar sem rætt var um Sáttmálann um lífræðilega fjölbreytni. Hversu margir vita um hvað verið er að tala ef vísað er til CDB COP? Innan Sameinuðu þjóðanna tölum við látlaust í skammstöfunum og göngum út frá því að fólk viti að CDB COP stendur fyrir Convention on Biological Diversity, Conference of the Parties. Í stað þess að nota skammstafanir ættum við að tala um hvað þetta snýst, í þessu tilfelli að sjá um og bjarga tígrisdýrum, hvítabjörnum og filum.Þetta á ekki að snúast um skammstafanir, heldur að tala mál sem nota má til að virkja fólk. Við erum að fjalla um umhverfismál sem fólk skilur og getur höfðað til þess.”

Hver er þín framtíðarsýn fyrir UNEP?

„Að vera alþjóðlegur drifkraftur í mótun umhvefisstefnu, sem þjónar bæði leiðtogum á vettvangi stjórnmála og atvinnulífisins. Við sjáum þeim fyrir vísindalegri þekkingu og pólitískum úrræðum en við þurfum líka að höfða til undirstöðu alls þessa, fólksins sjálfs.

Það getur verið allt frá því að vera fólk sem hreinsar strandlengju á Indlandi af plastrusli til verndara regnskógarins í Brasilíu. Við verðum að hlúa að jörðinni okkar og við verðum að hvetja fólk til að gera slíkt hið sama.“

– Þú hefur áður notað höfin sem got dæmi um hvernig ofveiði og mengun grafa undan lífsviðurværi fólks.

„Það er gott dæmi. Ofveiði veldur náttúruspjöllum og eyðileggur lífsviðurværi fátæks fólks. Þegar ég var í Líberíu og ræddi við forseta Líberíu Ellen Johnson Sirleaf, benti hún út á haf þar sem evrópsk og asísk fiskiskip komast upp með rányrkju vegna þess að Líbería státar ekki af neinni landhelgisgæslu. Ég spurði: „Hvernig getum við hjálpað?“ Hún svaraði: sendið okkur landhelgisgæsluna ykkar.  Ofveiði eyðileggur lífsviðurværi fólks, eyðileggur þróunarstarf og eyðileggur umhverfið.“

Solheim smiling resized 2

 -Þér verður tíðrætt um tengsl umhverfisins, átaka, uppflosnun fólks og flóttamenn. Hvað gerir UNEP til að takast á við þetta?

„Við skulum varast að einfalda um of. Það er ekki hægt að rekja öll átök til umhverfismála. Ég var í mörg ár þátttakandi í friðarferlinu í Sri Lanka og rætur þeirra átaka liggja ekki í umhverfisvá. Það gegnir öðru máli um átök í Sómalíu, Súdan eða svæðisins í kringum Tsjad vatn í vesturhluta Afríku. Þar eru umhverfisspjöll ein af megin, undirliggjandi orsökum átaka. Þar hefur fólk flosnað upp og stríðsherrar fært sér neyð þess í nyt…Þannig að það er þýðingarmikið að leysa umhverfisvandann um leið og stillt er til frðar.

Það má heldur ekki gleyma því að þar sem ófriður ríkir er enn erfiðara en ella að glíma við eyðileggingu umhverfisins og umhverfisspjöll eru síðan unnin í skjóli ófriðarins. Metnaður okkar er sá að umhverfisvíddin verði ætíð tekin með í reikninginn í friðarferli af hlutaðeigandi aðilum innan Sameinuðu þjóðanna, til dæmis sáttasemjaranum í Sómalíu, svo dæmi sé tekið.“

– Við fjöllum einmitt um flóttamenn og farandfólk í þessu fréttabréfi í tengslum við leiðtogafundinn….

„Flóttamannastraumurinn er fyrst og fremst vegna átaka, en einnig vegna loftslagsbreytinga og það er ekki alltaf heiglum hent að skilja þarna á milli. Örvæntingarfullt fólk sem leggur á flótta getur haft fleiri en eina ástæðu fyrir því og því verðum við að líta á þetta sem eina heild.“

-Margir óttast að það verði flóttamannastraumur í framtíðinni vegna loftslagsbreytinga.

„Það verða stór svæði í heiminum óbyggileg vegna hækkandi yfirborðs sjávar, svo dæmi sé tekið. Sum ríki verða óbyggileg vegna tíðari fellibylja og öfgakenndra veðurfyrirbæra, svo sem þurrka. Á hinn bóginn eru sum ríki öflugri en áður. Hálf milljón lést í fellibyljum í Bangladesh á áttunda áratugnum en nú eru landsmenn miklu betur í stakk búnir til að glíma við slíkan vanda og það er óhugsandi að mannfall af þessari stærðargráðu yrði nú.“

– Er eitthvað sérstakt norskt eða norrænt sem þú tekur með þér til UNEP?

„Ég held að það sem við gerum best á Norðurlöndunum er að dreifa ábyrgð. Við höldum ekki að yfirmaðurinn eigi að gera allt sjálfur. Maður kemur miklu meiru í verk ef maður treystir fólki og dreifir ábyrgðinni. Og ég held að þegar okkur tekst best upp getum við verið býsna markviss og reiðubúin að framkvæma hlutina í stað þess að tala bara um það. Ef ég get sameinað þetta tvennt, verð ég ánægður maður.“

Vitðal: Christopher Lillehagen Hansen/UNRIC. Myndir: Solheim í Sómalíu:

Odd Magne Ruud, Utenriksdepartmentet. Flickr: 2.0 Generic (CC BY-ND 2.0). Aðrar:Alexa Froger/UNEP.