Áratugur þrekrauna – tími tækifæra

0
482

Ban langjökull
 27. september 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur almenning í heiminum til „að láta í sér heyra gegn pólitískum leiðtogum og frambjóðendum, sem stunda myrkan og hættulegan pólitískan leik sem felst í því að sundra fólki og magna ótta.“

Í grein sem birtist víða um heim, þar á meðal í Kjarnanum á Íslandi, fer Ban Ki-moon yfir áratug í embætti og kemur víða við. Hann segist vera stoltur af því að vera femínisti, lýsir efasemdum með það kerfi að einhugur þurfi að ríkja til að mál fái framgang og segir að „framtíð Sýrlands megi ekki velta á örlögum eins manns.“ 

Grein Ban fer hér á eftir í heild.

Áratugur þrekrauna – tími tækifæra

eftir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

SG refugeesHeimur okkar stendur andspænis tröllauknum vanda. Djúp gjá tortryggni er á milli borgaranna og leiðtoga þeirra. Öfgamenn reyna að sundra fólk í fylkingar „okkar” og „hinna”. Yfirborð sjávar hækkar og hitamet eru slegin. Hundrað og þrjátíu milljónir manna þurfa á neyðaraðstoð að halda. Tugir milljóna þeirra eru börn og ungt fólk og það þýðir að næsta kynslóð er í hættu.

Eftir tíu ár í embætti er ég sannfærður um að það stendur í okkar valdi að binda enda á ófrið, fátækt og ofsóknir, minnka bilið á milli ríkra og fátækra og að tryggja að fólk njóti réttinda í daglegu lífi. Heimsmarkmiðin sautján um Sjálfbæra þróun eru ný stefnuskrá fyrir betri framtíð. Og með Parísar-samninginn um loftslagsbreytingar að vopni höfum við skorið upp herör gegn helstu vá okkar tíma.

Blikur eru hins vegar á lofti, og hætta á að grafið verði undan þeim árangri sem náðst hefur.
Vopnuð átök hafa dregist á langinn og verða sífellt margslungnari. Stöðugleika hefur verið raskað í mörgum samfélögum vegna gallaðra stjórnarhátta. Róttækni hefur ógnað félagslegri samheldni, en slíkt er einmitt markmið og fagnaðarefni ofbeldishneigðra öfgamanna. Sorglegar afleiðingar þessa sjást á ömurlegan hátt frá Jemen til Líbýu, frá Afganistan til Sahelssvæðisins og Tsjad-vatnsins.

Átökin í Sýrlandi kosta flest mannslíf og þar er sáð frækornum óstöðugleika. Ríkisstjórn Sýrlands heldur áfram að kasta tunnusprengjum á Peacekeeping small picíbúðahverfi og valdamiklir skuggabaldrar kynda stríðsvélarnar. Þýðingarmkið er að þeir sem gerast sekir um voðaverk, verði látnir sæta ábyrgð, þar á meðal þeir sem réðust nýlega á bílalest Sameinuðu þjóðanna og sýrlenska Rauða Hálfmánans. Ég held áfram að þrýsta á alla áhrifamenn að hefja viðræður um löngu tímabær pólitísk umskipti. Framtíð Sýrlands má ekki velta á örlögum eins manns.

Alltof víða stunda leiðtogar að endurskrifa stjórnarskrár, hagræða úrslitum kosninga, fangelsa gagnrýnendur sína eða grípa til annara örþrifaráða til að halda völdum. Leiðtogum ber að skilja að fólkið felur þeim völd; þau eru ekki einkaeign þeirra.

Nýsamþykkt New York yfirlýsing um flótta- og farandfólk getur nýst okkur til að takast á við mestu þvinguðu fólksflutninga frá Síðari heimsstyrjöldinni. Allt of oft mæta flóttamenn og farandfólk hatri, sérstaklega múslimar. Heimurinn verður að láta í sér heyra gegn pólitískum leiðtogum og frambjóðendum, sem stunda myrkan og hættulegan pólitískan leik sem felst í því að sundra fólki og magna ótta.

Þegar ég lít um öxl á áratug minn í embætti er ég stoltur af því að Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) var komið á fót og hefur orðið öflugt baráttuafl í þágu jafnréttis kynjanna og valdeflingu kvenna með það að markmiði að við búum á „50-50 plánetu” eins og segir í vígorðinu.

Ban humanitarianÉg er stoltur af því að kalla mig femínista. Samt sem áður verðum við að gera miklu meira til þess að uppræta djúpstæða mismunun og þrálátt ofbeldi gegn konum og auka þátttöku þeirra í ákvarðanatöku. Ég hef einnig reynt af öllu afli að verja réttindi allra án tillits til uppruna, trúar eða kynferðislegrar skilgreiningar, auk þess að hlúa að frelsi borgaralegs samfélags og frjálsra fjölmiðla til að sinna sínu mikilvæga hlutverki.

Áframhaldandi framfarir krefjast aukinnar samstöðu og eflingar friðarstarfs og aðlögunar Sameinuðu þjóðanna að verkefnum 21.aldarinnar. Aðildarríkin hafa enn ekki komið sér saman um umbætur á Öryggisráðinu sem grefur undan skilvirkni þess og lögmæti.

Ég hef allt of oft horft upp á góðar hugmyndir og tillögur sem njóta víðtæks stuðnings, stranda í Öryggisráðinu, Allsherjarþinginu og öðrum Syria Reliefstofnunum í nafni nauðsynjar á einhug. Með því móti er örfáum ríkjum eða jafnvel einu ríki gefin óeðlilega mikil áhrif og vald til að taka heimsbyggðina í gíslingu í veigamiklum málum.

Ég hef heimsótt nánast öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna undanfarinn áratug. Auk stjórnarbygginga og minnismerkja, hef ég séð með eigin augum afl fólksins. Fullkominn heimur er ekki innan seilingar. En vegvísirinn að betri heimi, öruggari heimi, réttlátari heimi bærist innra með okkur öllum. Ég er sannfærður um að ef við tökum höndum saman komust við á þann áfangastað innan tíu ára.