Viltu vinna 300 hundruð þúsund – á hverju ári?

0
388
Rakel

 

Rakel

Íslendingar fengu ekki að liggja lengi á meltunni eftir jólin að þessu. Púðurlyktin eftir áramótin var ekki horfin (en sumir þó farnir að huga að næsta Visa—reikningi ) þegar Rakel Garðarsdóttir birtist á sjónvarpsskjánum í Kastljósi og benti áhorfendum á að þeir hefðu sennilega hent þriðjungi alls góðgætisins sem keyptur var yfir hátíðirnar.

Þótt sú staðreynd að Rakel, húsmóðir í Vesturbænum og forsprakki Vesturports, hefði komið sér upp hænsnnabúi í garðinum, skyggði í fyrstu á allt annað, leið ekki á löngu þar til blákaldar staðreyndir málsins höfðu dregið athyglina til sín.

Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum fer þriðjungur matvæla sem framleiddur er forgörðum og með einföldu átaki hvers og eins einstaklings, má draga verulega úr matarsóun. Ekki nóg með að spara megi stórfé í matarkaupum, heldur er þetta eitt helsta lóð sem hver og einn einstaklingur getur lagt á vogarskálarnar til að bæta umhverfið ekki aðeins hér heima heldur einnig á heimsvísu.
Ef miðað er við alþjóðlegu rannsóknirnar má búast við því að þriðjungur matar sem keyptur er til íslensks heimilis fari í súginn. Ef einni milljón er varið til matarkaupa jafngildir það því að 300 þúsund og þrjátiíu og þrjú þúsund betur, sé hent í ruslið – á hverju ári!
RAKEL Hver var kveikjan að því að þú fékkst áhuga á þessu málefni?

flickr - jbloom - 2„ Ég sá frétt fyrir nokkrum árum í blaðinu um hversu miklu magni við hendum af mat,” segir Rakel.
„ Það var nóg fyrir mig þar sem mér finnst algjörlega galið að kaupa eitthvað bara til þess að henda því. Í byrjun snérist þetta aðallega að fjáhagslegu hliðinni.. það er að mér fannst skemmtilegra að nýta peningana mína, sem ég vinn mér inn, í eitthvað annað en sorptunnurnar. Það sem kom mér mest á óvart var hversu auðvelt var að aðlagast þessu nýja mynstri – það er að kaupa minna inn .. og klára það sem til er, áður en verslað er meira inn.

Smátt og smátt fór ég svo að skoða þetta útfrá stóru myndinni – það er umhverfismálum. Við eigum eina jörð – svo vitað er til að mannkynið getur búið á og við mannkynið erum einmitt eina alvöru ógnin við að eyða henni. Ég í alvöru hef miklar áhyggjur af því að komandi kynsóðir eigi eftir að eiga í miklum erfileikum með að ná sér í mat og hreint vatn í framtíðinni… Ég vil ekki, þegar ég lít tilbaka á mínum efri árum, hafa það á samviskunni að hafa verið alveg sama.. Ég vil ekki sóa jörðinni… Ég vil að komandi kynslóðir geti notið hennar alveg jafn vel og við sem nú erum hér.

Ég stofnaði því samtökin Vakandi, til þess að reyna að vekja fólk til umhugsunar um hversu slæmt mál það er að sóa mat. Öll sóun er slæm. Í kjölfarið höfum við svo hafið samstarf við Landvernd og Kvenfélagssamband Íslands og ber verkefnið okkar nafnið Zero Waste, en að því koma einning samtökin Matvet í Noregi og Selina Juul í Danmörku. Framundan er ýmislegt sem við ætlum að gera saman til að efla enn meir vitundarvakninguna m.a með stórri ráðstefnu í haust þar sem Selina mun koma fram.“

Ekkert verður til úr engu. Síðastliðið vor efndi UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel til samkeppni í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina um matarsóun. Keppnin fólst í því að gera bestu auglýsinguna til að vekja fólk til vitundar um sóun matvæla

Lettnesk kona, Marta Zerina-Gelze bar sigur úr býtum að mati dómfefndar en Þórdís Claessen, grafískur hönnuður fékk flest atkvæði í atkvæðagreiðslu á netinu. flickr - jbloom

Keppnin fór fram á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkkjunum þremur en einnnig höfðu íbúar í landamærahéruðum Rússlands rétt til þátttöku. Einn helsti samstarfsmaður keppninnar og meðlimur í dómnefnd var Selina Juul, forsprakki dönsku samtakanna Stop spild af mad. Það var málefninu lyftistöng þegar Selina Juul hlaut Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs haustið 2013.
Rakel Garðarsdóttir var ekki sein á sér að hafa samband við Selinu Juul og hefur tekist gott samstarf á milli kvennanna tveggja og Sameinuðu þjóðanna hins vegar.

LAST WISH Fries Marta Zarina-Gelze2-1Alþjóðlegi umhverfisdagurinn 2013 var helgaður sóun matvæla en Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt sér gegn matarsóun með átakinu Think.Eat.Save – reduce your foodprint sem Umhverfisaáætlun samtakanna (UNEP) og Matvæla og matvælastofnunin (FAO) standa að.
Næstkomandi haust verður samnorrænt átak gegn matarsóun sem Vakandi stendur með fulltingi UNRIC og margra fleiri, en einnig verður sambærileg vitundarvakning á öllum Norðurlöndunum.