Vonandi upphaf að nýrri franskri byltingu

0
504
Humanenergy1

Humanenergy1

11.desember 2015. Sigurpáll Ingibergsson, segist hafa fyllst bjartsýni á framtíðina eftir að hafa kynnt sér þær sjálfbæru lausnir sem boðið er upp á í tengslum við COP21, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Sigurpáll sigraði í ljósmyndaleiknum #MittFramlag, sem fram fór síðasta sumar og fékk að launum ferð fyrir tvo til Parísar.Sigurveg1

„Það var mikil upplifun að vera í París þegar einn mikilvægasti fundur mannkyns, Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP21, er haldin,“ segir Sigurpáll í viðtali við UNRIC. „ Í jarðlestakerfi og á auglýsingaspjöldum á torgum Parísar kepptust auglýsingar um jólahátíðina við umhverfismál um athygli borgarbúa.“

Sigurpáll dvaldist um síðustu helgi í París ásamt eiginkonu sinni Jóhönnu Marínu Baldursdóttur og lét vel af kynnum þeirra af Parísarbúum, sem hann segir hafa verið duglega að hjálpa „rammvilltum Skaftfellingnum að ferðast um borgina umhverfisvænu“. Hann minnir á að borgarstjórn Parísar hafi sett sér það markmið að draga úr losun CO2 – koltvísýrings – um 60% frá 2001 til 2020.

HolarjokullSigurpáll vann ljósmyndaleikinn með samsettri mynd af Hólárjökli. Frá því hann flutti frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur, hefur Sigurpáll haft fyrir venju, þegar hann vitjar æskustöðvanna akandi, að stöðva bifreiðina á sama stað og taka mynd af Hólárjökli. Þetta hefur hann gert í meir en áratug og setti saman 2 myndir, teknar með tíu ára millibili, til að sýna bráðnun jökulsins.

Þótt ótrúlegt megi virðast, urðu ísjakar á ferð hjónanna í París, því Ólafur Elíasson og grænlenski jarðfræðingurinn Minik Rosing settu upp listaverkið Ice Watch á Place du Panthéon. 12 grænlenskum ísjökum var komið fyrir á á Place du Panthéon og mynda vísa á „Dómsdagsklukku“.

„Það var áhrifaríkt að sjá listaverk Ólafs Elíassonar og félaga,“ segir Sigurpáll. „Þarna var fólk af öllumKaelingin1 aldri og öllum kynþáttum alls staðar úr heiminum. Margir hverjir að sjá ísjaka í fyrsta skipti og gaman að upplifa viðbrögð þeirra, ungra sem aldna. Þarna fræðir listin fólk á áþreifanlegan hátt og kemur vonandi hreyfingu á hlutina. En Hólárjökull og Dómsdagsklukkan eiga margt sameiginlegt, bæði að hverfa inn í tómið.“

Sigurpáll segir athyglisvert hve mikinn metnað frönsk stjórnvöld hafa lagt í COP21 verkefnið . Hann kynnti sér sérstaklega ýmsar „sjálfbærar lausnir“CO21 á sýningu í Grand Palais, jafnt rafmagnsbíla sem nýstárlega endurnýjanlega orkugjafa . „Í loftinu héngu tvær kúlur sem sýndu okkur hvað tonn af óvini mannkyns númer 1, koltvísýringu er stór en hann er ósýnilegur. Maður gekk út bjartsýnni á framtíðina eftir að hafa hitt fólkið sem var fullt af eldmóð að kynna lausnir.“

COP21 ráðstefnunni á að ljúka í dag, 11.desember.

„Ég hef tröllatrú á að sanngjarn samningur verði undirritaður núna í vikulokin. Stjónmálamenn vita hver orsök loftslagsbreytinga eru, flóttamannavandamál eru ein afleiðing þeirra. Góðir bankamenn eru hættir að lána 19. aldar jarðefnafyrirækjum fyrirgreiðslu eða lán, áhættumat þeirra sýnir að það borgar sig ekki. Almenningur skilur hættuna betur og ber meiri virðingu fyrir náttúrunni. Allt smellur þetta saman.“

el carIcelandair gaf tvo flugmiða til Parísar sem fyrstu verðlaun í loftslagsleiknum, og franska sendiráðið á Íslandi stóð straum af kostnaði við gistingu. Að ljósmyndaleiknum og herferðinni #MittFramlag stóðu Evrópustofa, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg,Sendiráð Frakklands á Íslandi, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Sameinuðu þjóðirnar.

En leyfum Sigurpáli sigurvegara að hafa lokaorðin: „ Frakkar eru þekktir fyrir að hefja byltingar. Franska byltingin er alþekkt, vonandi er COP21 gott upphaf að Grænu byltingunni.“

Myndir: Sigurpáll Ingibergsson og Jóhanna Marína Baldursdóttir