WHO: 40 drukkna hverja klukkustund

0
453

children-swimming-310px

18.nóvember 2014. Meir en 40 manns drukkna á hverri klukustund á hverjum einasta degi í heiminum. Börn undir fimm ára aldri eru í mestri hættu.

WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birti í gær skýrslu, „Global report on drowning: preventing a leading killer“, þar sem fram kemur að drukknun er á meðal tíu algengustu dánarorsaka barna og ungmenna í hverjum einasta heimshluta. Aðrar sláandi niðurstöður í skýrslunni eru meðal annars:

• Meir en helmingur þeirra sem drukkna eru undir 25 ára aldri.

• Hæsta hlutfallslega dánartiðnin er á meðal barna, 5 ára og yngri.

• Tvisvar sinnum algengara er að karlar drukkni en konur.

• Meir en 90% dauðsfalla af völdum drukknunar er í fátækum- og meðaltekjuríkjum, aðallega í Afríku, Suð-Austur asíu og Vestur-Kyrrrahafssvæðunum.

chan-who„Viðleitni til að draga úr barnadauða hefur skilað miklum árangri undanfarna áratugi, en hins vegar hafa verið dregnir fram í dagsljósið áhættuþættir sem litla eftirtekt vöktu, “ segir dr. Margaret Chan, forstjóri WHO. „Drukknun er á meðal þeirra. Þetta er ástæðlaus dánarorsök. Grípa verður til aðgerða á lands- og landshlutavísu með því að hrind í framkvæmd einföldum forvörnum sem WHO hefur tekið saman.”

Forvarnaaðgerðir

Til þess að stemma stigu við dauðsföllum af völdum drukknunar er bent á að setja upp hindranir við vötn og vatnsból, kenna sund, herða öryggiskröfur í bátum og ferjum, svo eitthvað sé nefnt, að óglemdum flóðavörnum.

„Það má segja að áhætta leynist hvar sem vatn er að finna, sérstaklega innan og í kringum heimili,” segir dr. Etienne Krug hjá WHO. „Fólk drukknar í baðkerum, pottum, ám, sundlaugum, skurðum og víðar í sínu daglega lífi. Það er óásættanlegt að þúsundir týni lífi á þennan hátt, þegar við vitum hverju forvarnir geta skilað.”