WHO telur apabólu lýðheilsuvá

0
405
Apabóla
Apabóluveira. Mynd: © Maurizio de Angelis/Science photo library/UN news

WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir að apabóla sé alþjóðleg lýðheilsuvá.

Tedros Adhanom Gebreyesus forstjóri WHO segir að veiran breiðist út með nýjum smitleiðum sem ekki séu með öllum þekktar. Faraldurinn fullnægi skilyrðum að teljast lýðheilsuvá á alþjóðlega vísu.

Tedros segir að eins og sakir standa sé hætta af apabólu hófleg á heimsvísu, en í Evrópu teljist hættuástandið hátt.

Hætta á frekari útbreiðslu

Apabólueinkenni birtast oft í lófum
Apabólueinkenni birtast oft í lófum Mynd: © CDC

„Það er einnig greinileg hætta á frekari alþjóðlegri útbreiðslu,“ sagði Tedros.

Nú hafa rúmlega sextán þúsund tilfelli verið grein í 75 ríkjum og svæðum, en fimm hafa látist.

Apabóla hefur einkum breiðst út á milli karlmanna sem stunda kynlíf með einstaklingum af sama kyni, sér í lagi þeirra sem eiga marga rekkjunauta.

„Það þýðir að hægt er að stöðva faraldurinn með réttum aðferðum sem beinast að ákveðnum hópum“, sagði Tedros Adhanom Gebreyesus forstjóri WHO.