1,2,3,4,5 Alþjóðlegir dagar í einu!

0
500

5dager1nsp 54

21.mars 2014. Hvað eiga skógar, kynþáttamisrétti, ljóðlist, Down-heilkenni og persneska nýárið sameiginlegt?

SharpeveillSvar: Að eiga alþjóðlegan dag á vegum Sameinuðu þjóðanna og samtaka þeirra í dag, 21.mars! 

Byrjum á Alþjóðadegi til upprætingar kynþáttamismunun sem er haldinn 21. Mars. Á þessum degi árið 1960 skaut lögregla á friðsamlega mótmælagöngu gegn kynþáttaaðskilnaði í Sharpeville í Suður-Afríku og létust 69.Þessa dags er minnst í ár í fyrsta skipti eftir andlát Nelson Mandela. Hann heiðraði minningu hinna látnu í Sharpeville með því að undirrita þar nýja stjórnarskrá Suður-Afríku árið 1996. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri segir fyllstu ástæðu til að viðurkenna að kynþátta mismunun sé enn alvarleg ógn og á þessum alþjóðlega degi sé mikilvægt að brýna fólk til að berjast gegn þessu á friðsamlegan hátt

 

IntDayForests Logo EJafnframt er haldið upp á Alþjóðlegan dag skóga. Skógar þekja um þriðjung þurrlendis jarðarinnar. 1.6 milljarður manna treystir á skóka að verulegu leyti sér til lífsviðurværis. Þeir hýsa meir en helming landdýra, plantna og skordýra. Mjög er gengið á skóglendi í heiminum og eru 13 milljónir hektara skóglendis ruddir árlega. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér og er 15-20% losunar gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum, raktar til þessa. Sjá ávarp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna hér. 

logo stortDagurinn er einnig tileinkaður ljóðlistinni. Ljóðlistin hefur löngum þjónað þeim tilgangi, auk annars, að efla samræðu á milli menningarheima og skilning á milli fólks því hún veitir aðgang að sönnustu tjáningu tungumálsins. Ljóð auka fjölbreytni því ljóðlistin endurmetur notkun orða og hluta, skynjun okkar og skilning á heiminum. 

UNESCO, Mennta- menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur veg og vanda af degi ljóðlistarinnar, og segir forstjórinn Irina Bukova: “Með orðum sínum og hrynjand, mótar ljóðlistin drauma okkar um frið, réttlæti og reisn og fyllir okkur krafti og þrát til að hrinda þeim í framkvæmd.”

NowruzOrðið Nowruz kann að hljóma nýstárlega en dagurinn á sér æfagamlar persneskar rætur og markaði upphaf Nýárs Persa. 21.mars er fyrsta vordeginum fagnað, á jafndægrum að vori, af 300 milljónum manna. Siðurinn er talinn þrjú þúsund ára gamall og þekkist á Balkanskaga, við Svartahafið, í Kákasusfjöllum, Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum og ekki síst í Íran.

.Nowruz gegnir því hlutverki að tryggja frið, samstöðu og sættir á milli kynslóða og innan fjölskyldna.

Síðast en ekki síst er 21.mars Alþjóðlegur dagur fólks með Down heilkenni. Þema dagsins er “Heilbrigði og hagsæld: aðgangur og jafnrétti fyrir alla”. Ban Ki-downmoon,framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna alþjóðasamfélagið á þessum degi til að grípa til “raunhæfra aðgerða nú þegar til að tryggja samfélagið sé opið öllu fólki sem glífir við fötlun, þar á meðal þeirra sem búa við Down heilkenni.”