130 sinnum líklegra að afrísk kona látist af barnsförum en evrópsk eða amerísk

0
8
Fátækar konur og stúlkur, sem tilheyra þjóðernis- eða kynþátta-minnihlutum eða eru frumbyggja eða búa á átakasvæði eiga meira á hættu að láta lífið vegna skorts á aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.
Fátækar konur og stúlkur, sem tilheyra þjóðernis- eða kynþátta-minnihlutum eða eru frumbyggja eða búa á átakasvæði eiga meira á hættu að láta lífið vegna skorts á aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Mynd: UNFPA Mali/Amadou Maiga

 Kynferðis- og frjósemisheilbrigði kvenna. 130 sinnum líklegra er að afrískar konur látist af barnsförum eða á meðgöngu en konur í Evrópu og Ameríku. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNFPA, kynferðis- og frjósemisheilsustofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Í skýrslunni er því haldið fram að kynþáttahyggj, kynjamisrétti og annars konar mismunun hindri þróun á sviði kynferðis- og frjósemisheilbrigði kvenna.

Þetta nýfædda barn er í öruggum höndum, en 14.febrúar lést ófrísk kona í árás Rússa á sjúkrahús í Selydove í Donetsk-héraði.
Þetta nýfædda barn er í öruggum höndum, en 14.febrúar lést ófrísk kona í árás Rússa á sjúkrahús í Selydove í Donetsk-héraði.
Mynd: Tetiana Korinets/UNFPA

Fátækar konur og stúlkur, sem tilheyra þjóðernis- eða kynþátta-minnihlutum eða eru frumbyggja eða búa á átakasvæði eiga meira á hættu að láta lífið vegna skorts á aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.

–   Afrísk kona sem lendir í erfiðleikum á meðgöngu eða við barnsfæðingu er hundrað og þrjátíu sinnum líklegri til að týna lífi en konur í Evrópu og Norður Ameríku.

Fæðingar-pípusár
Mynd : UNFPA

–   Talið er að rúmlega helmingur fyrirbyggjanlegra dauðsfalla í tengslum við meðgöngu og fæðingu gerist í ríkjum þar sem mannúðarhamfarir eða átök standa yfir. Alls eru það næstum 500 dauðsföll á dag.

–   Konur af afrískum uppruna í allri Ameríku eiga meira á hættu að deyja af barnsförum en hvítar konur. Í Bandaríkjunum er hlutfallið þrisvar sinnum hærra en landsmeðtaltalið.

–   Frumbyggjakonur eiga meira á hættu en aðrar konur að deyja af völdum vandkvæða á meðgöngu eða við fæðingu.-   Tíu sinnum líklegra er að konur með fötlun verði fyrir kynbundnu ofbeldi en aðrar konur.

“Heimurinn hefur engum árangri náð í að bjarga lífum kvenna á meðgöngu og við fæðingu," segir dr. Natalia Kanem forstjóri UNFPA.
“Heimurinn hefur engum árangri náð í að bjarga lífum kvenna á meðgöngu og við fæðingu,“ segir dr. Natalia Kanem forstjóri UNFPA. MYnd: UNFPA

“Á líftíma einnar kynslóðar hefur tíðni óætlaðrar þungunar minnkað um nærri fimmtung, mæðradauði minnkað um þriðjung og lög verið sett gegn heimilisofbeldi í meir en 160 ríkjum,” sagði  Natalia Kanem forstjóri UNFPA þegar skýrslan var kynnt.

Í skýrslunni segir að með því að fjárfesta fyrir 79 milljarða Bandaríkjadala í lág- og meðaltekjuríkjum fyrir 2030 megi koma í veg fyrir 400 óætlaðra þunganna, bjargi megi milljón mannslífa og spara 660 milljarða dala.