16 ára stúlka og DiCaprio á meðal ræðumanna

0
493
COP21 Fabius Ban Hollande

COP21 Fabius Ban Hollande

22.apríl 2016. Nýtt met verður slegið í dag þegar fulltrúar 165 ríkja undirrita Parísarsáttmálann um viðnám gegn loftslagsbreytingum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Undirritunarathöfnin hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu á webtv.un.org.

Paris Agreement Logo Final ICELANDICÞetta er mesti fjöldi ríkja sem undirritar alþjóðlegan sáttmála á fyrsta degi en 119 ríki undirrituðu Hafréttarsáttmálann á einum degi árið 1982. Sigrún Magnúsdóttir, utanríkisráðherra undirritar fyrir Íslands hönd.

Öll stærstu hagkerfi heims og þau sem bera ábyrgð á mestri losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum segjast ætla undirrita samninginn í dag.

Samkomulagið gengur í gildi 30 dögum eftir að ekki færri en 55 aðildar að Loftslagssátmála Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) sem standa fyrir 55% útblásturs, hafa staðfest Parísarsáttmálann.

 Á meðal ræðumanna eru Getrude Clement, 16 ára útvarpsfréttakona frá Tansaníu og baráttukona í loftslagsmálum, Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, François Hollande, forseti Frakklands og Leonardo DiCaprio, sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum.

EarthdayUndirritunin á sér stað á Degi Jarðar 22.apríl. Þema Dags Jarðar í ár eru Tré fyrir jörðina en markmið aðstandenda er að gróðursetja 7.8 milljarða trjáa á næstu fimm árum.

Nánari upplýsingar um undirritunina: www.un.org/sustainabledevelopment og á Twitter: @GlobalGoalsUN og á Facebook: www.facebook.com/globalgoalsUN.

Sjá nánar um Dag jarðar: http://www.un.org/en/events/motherearthday/

 Myndir: Mark Garten/SÞ og WMO