2014 sinnum fleiri en sami ræðutími!

0
392

Timglas3

28. september 2012. Þrjú mjög ólík ríki voru á meðal þeirra sem voru á mælendaskrá á þriðja degi almennu umræðan 67. Allsherjarþingsins 27. september.
Í fljótu bragði eiga Alþýðuveldið Kína, Lýðveldið Grikkland og Comoros-eyjaklasinn fátt sameiginlegt.

Íbúafjöldi Kína er tvöþúsund-og-fjórtánfaldur íbúafjöldi Comoros eyja og Kínverjar eru hundrað tuttugu og fimm sinnum fleiri en Grikkir sem eru svo 16 sinnum fjölmennari en Comoros-eyjaskeggjar.

Kína er í Asíu, Grikkland í Evrópu og Comoros eru eyjar í Indlandshafi undan ströndum suðaustur Afríku.

Öll eru þau hins vegar fullvalda ríki og hvað sem líður þjóðartekjum, íbúafjölda og hvort þau eiga fast sæti eða ekkert í Öryggisráðinu eru þau öll jöfn á Allsherjarþinginu.

Leiðtogum þeirra er úthlutaður kortérs ræðutími til þess að skýra frá hugðarefnum sínum frammi fyrir starfsbræðrum sínum og systrum á meðal 193 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í almennu umræðunum. Lítum á hvernig hvert ríki fyrir sig færði sér í nyt “fimmtán mínútna frægð” sína.

ChinaKÍNA: ENGIN ÍHLUTUN Yang Jiechi, utanríkisráðherra Kína lagði áherslu á að alþjóðasamskipti ættu á byggjast á því grundvallarsjónarmiði að ekki bæri að hlutast til um innri málefni ríkja.
“Gagnkvæm virðing og jafnrétti eru grundvallarreglur í alþjóðasamskiptum. Öll ríki, stór og smá, rík og fátæk eru jöfn innan alþjóðasamfélagsins,” sagði Yang.
“Virðing fyrir fullveldi, grundvallar hagsmunum og vali á félagskerfi og þróunarbrautum um eru þau sjónarmið sem hafa ber að leiðarljósi í samskiptum ríkja.

greeceGRIKKLAND: EKKI MAKEDÓNÍA Dimitris Avramapoulos, utanríkisráðherra Grikklands hét því að Grikkir yrðu “tryggasti bandamaður og vinur” fyrrverandi lýðveldis Júgóslavíu Makedóníu” þegar nafnamálið yrði leyst.   “Nafn fyrrverandi lýðveldis Júgóslavíu Makedóníu snýst ekki aðeins um merkingarfræði, heldur er mikilvægur hluti baráttunnar við að uppræta endurskoðunarhyggju og tilraunir til að endurrita sögu okkar heimshluta,” sagði utanríkisráðherrann. “ 

 

ComorosCOMOROS: EKKI LOFTSLAGSBREYTINGAR   Ikililou Dhoinine, forseti Comoroseyja óskaði eftir alþjóðlegri aðstoð til að hjálpa smáríkjum á borð við heimaland hans við að glíma við hugsanlegar hamfarir vegna loftslagsbreytinga.
 “Við verðum að bregðast við þessu fyrirbæri sem herjar á alla plánetuna en bitnar harðast á litlum eyríkjum á borð við Comoros,” sagði Dhoinine, forseti og minnti á að efnahagur eyjanna hefði orðið fyrir miklum efnahagslegum búsifjum af völdum óvenjulegra og skæðra rigninga í apríl síðastliðnum.

 MYNDIR: SÞ-myndir: J Carrier