23 þúsund Íslendingar lifa með sykursýki

0
47
Alþjóðlegur dagur sykursýki 14.nóvember.
Alþjóðlegur dagur sykursýki 14.nóvember. Mynd: WHO.

Tuttugu og þrjú þúsund manns á Íslandi gíma við sykursýki eða 6.6% landsmanna. Þetta er álíka fjöldi og íbúar Reykjanesbæjar, þriðja stærsta bæjar Íslands. Alþjóðlegur dagur sykursýki er 14.nóvember.

Talið er að yfir 80 þúsund Íslendingar séu með hækkaðan blóðsykur án þess að teljast með sykursýki 2. Á hverju ári þróa um 5-10% þess hóps sem telst á forstig sjúkdómsins með sér sykursýki og bætast í hóp þeirra 23 þúsund landsmanna  sem talið er að séu með sykursýki, að því er fram kemur í Læknablaðinu. 

Alþjóðlegi dagurinn er átak til að minna á hversu alvarlegt lýðheilsuvandamál er hér á ferðinni. Sykursýki hefur verið líkt við þöglan morðingja sem læðist aftan að þér. Þessi sjúkdómur gleymist oft en hann er ein af tíu helstu dánarorsökum í heiminum að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin leggur áhersluu á mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að umönnun.  Svokölluð Sykursýki 2 er  algengasta tegund sykursýki, og veldurof háu magni sykurs í blóðrásinni. Þeim sem glíma við offita eða yfirþyngd, hreyfa sig lítið er hættara en öðrum við að fá sykursýki en einnig koma erfðir við sögu.

Alþjóðlegur dagur sykursýki 14.nóvember.
Alþjóðlegur dagur sykursýki 14.nóvember.

Greining mikilvæg

Snemmbær greining er þýðingarmikið til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Þess vegnar er reglubundið eftirlit þýðinarmikið. Einkenni sykursýki 2 geta verið mild og birtast á löngum tíma. Sykursýki er sífellt algengari á meðal barna.

Um 537 milljónir manna eru með sykursýki í heiminum í dag, þar af búa 1.5 milljón á Norðurlöndum.

Árið 2019 var talið að 1.5 milljón manna létust í heiminum af völdum sykursýki. Alþjóðasamband fólks með sykursýki telur að 10.5% fullorðinna á aldrinum 20-79 séu með sjúkdóminn. Sambandið spaír því að árið 2045 muni þetta hlutfall hækka í einn af hverjum átta eða 783 milljónir manna.

Ef Norðurlöndin eru borin saman kemur í ljós töluverður innbyrðis munur. 9.6% Finna lifa með sykursýki en aðeins 4.7% Svía, en Íslendingar eru þarna á milli og er hlutfallið hér 6.6%.