5 hlutir sem þú ættir að vita um Allsherjarþingið

0
962
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna

COVID-19 faraldurinn setur svip sinn jafnt á innihald sem ytri búnað 75.Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem hefst í þessari viku.

Hvað þýðir það fyrir starfið?

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
Preperation for General assembly 70th session – 28 September

75.Allsherjarþingið hófst 15.september og verður í fyrsta skipti með óhefðbundnu sniði. Gangar og salir höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í New York verða auðir.

Að öllu jöfnu sitja þjóðarleiðtogar á rökstólum tveir eða fleiri í bakherbergjum en þau verða auð og hljóð að þessu sinni.

Engu að síður verða brýnustu málefni heimsbyggðarinnar rætt í þaul þótt með nýju sniði sé. Friður og öryggi og heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun verða í brennidepli í umræðunum.

En hverjar verða helstu breytingar?

1.Ræður oddvita ríkja og ríkisstjórna

Svokallaðar almennar umræður þjóðarleiðtogar eru að venju hryggjarstykki starfa Allsherjarþingsins. Þær hefjast formlega 23.september í annari starfsviku 75.Allsherjarþingsins.

Að þessu sinni ferðast leiðtogarnir ekki til New York, en taka upp ávörp sem leikin eru síðan fyrir heimsbyggðina. Salur Allsherjarþingsins verður þó ekki tómur þótt ræðustóllinn verði auður því stjórnarerindrekar allra ríkja verða viðstaddir og fylgja ræðum sins ríkis úr hlaði.

Almennu umræðurnar hefjast þriðjudaginn 23.september og samkvæmt venju ríður Brasilía á vaðið en í kjölfarið fylgja gistiríkið Bandaríkin.

Að öðru leyti er röð ræðumanna samkvæmt reglunni „fyrstir koma fyrstir fá”. Þó er farið eftir  goggunarröð og tala þjóðhöfðingjar fyrst, síðan oddvitar ríkisstjórna, utanríkisráðherrar og loks sendiherrar. Röðin riðlast hins vegar oft auk þess sem komið er til móts við séróskir um ræðutíma eftir atvikum.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna

Hverju ríki er í sjálfsvald sett hverjum það teflir fram. Venja er til dæmis að forseti Finnlands – þjóðhöfðinginn – flytji ávarpið í umræðunum. Af hálfu skandinavísku ríkjanna þriggja flytja forsætisráðherrar ræðurnar en utanríkisráðherra fyrir hönd Íslands. Af þessum sökum er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á meðal síðustu ræðumanna. Hann er á dagskrá þriðjudaginnn 29.september og er annar í röðinni á eftir fulltrúa Íra, um það bil stundarfjórðungi eftir klukkan eitt eftir hádegi.

2.Að minnast áranna 75

Sameinuðu þjóðirnar voru formlega stofnaðar árið 1945 og minnast því 75 ára afmælis sÍns í ár. Í Stað veisluhalda og flugeldasýningu var gripið til þess ráðs að minnast afmælisins með könnun þar sem almenningur um allan heim getur látið rödd sína heyrast. „Þetta er sennilega umfangsmesta og heildstæðasta hnattræna samræða sem um getur, um þá framtíð sem við viljum,” segir  António Guterres aðalframkvæmdastjóri.

21.september verða höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna vettvangur viðburðar sem ætlað er að „endurvekja stuðning við milliríkjasamskipti“, sem mætir mótbyr nú þegar síst skyldi á tímum heimsfaraldursins. Hægt er að fylgjast með atburðinum á netinu. Guterres aðalframkvæmastjóri mun halda ræðu í eigin persónu til að marka 75 ára afmæli jafnt samtakanna sem Allsherjarþingsins.

3. Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmiðin um Sjálfbæra þróun (The Sustainable Development Goals (SDGs)) eru þekktust fyrir það markmið að stefna að fækkun fátækra, að stuðla að friði og vernda umhverfið. Þau hafa verið efst í forgangsröð Sameinuðu þjóðanna í ár.  Að mati Amina Mohammed vara- aðalframkvæmastjóra hefur heimsfaraldurinn einungist aukið mikilvægi þeirra.

Kastljósi verður beint að Heimsmarkmiðunum á 75.Allsherjarþinginu. Frumsýnd verður samtímis þar og á YouTube hálftímalöng mynd um þau eftir Richard Curtis, heimsþekktan kvikmyndaleikstjóra (4 weddings and a funeral) og talsmanns Heimsmarkmiðanna.

Aðgerðasvæði Heimsmarkmiðanna (The SDG Action Zone) hefur verið fjölsóttur vettvangur innan Allsherjarþingsins undanfarin ár en færist nú yfir á netið. Þar munu ýmsir málsmetandi leiðtogar láta til sín taka. Þá munu Sameinuðu þjóðirnar taka höndum saman við sjónvarpsstöðina Al Jazeera á ensku en umræður verða um markmiðin í þættinum „the Stream“.

4.Fjölbreytni lífríkisins

Allsherjarþingið
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

Fjölbreytni lífríkis plánetunnar minnkar stöðugt og „hraðinn er einsæmi“ að mati Sameinuðu þjóðanna. Meir en ein miljón tegunda eru í útrýmingarhættu, tvö þúsund milljónir hektara lands verða eyðingu að bráð og 66% sjávar. Helmingur kóralrifja og 85% mýrlendis hefur orðið fyrir barðinu á beinum og óbeinum afleiðingum mannlegrar virkni.

Alþjóðlegur leiðtogafundur um eyðingu náttúrunnar og afleiðingar á líf fólks á jörðu átti að vera í Knming í Kína í ár, en var frestað til maí á næsta ári, 2021. Í bili verður einum degi varið til umræðna um málið á vettvangi Allsherjarþingsins 30.september.

Þeim sem vilja kynna sér þetta brýna málefni sekal bent á nýja skýrslu um ástand fjölbreytni lífríkisins  https://www.cbd.int/gbo/

5.Jafnrétti kynjanna: 25 árum eftir Beijing

COVID-19 faraldurinn hefur haft slæm áhrif á jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna. Guterres aðalframkvæmdastjóri bendir á að konur og stúlkur hafi orðið hlutfallslega meira en karlar fyrir barðinu á félagslegum og efnahagslegum afleiðingum.

Þessi málefni og önnur tengd kynjajafnrétti og valdeflingu verða rædd um leið og minnst er aldarfjórðungsafmælis aðgerðaáætlunarinnar sem kennd er við Beijing. Hún er almennt viðurkennd se heilstæðasta og nýstárlegasta áætlun um að efla réttindi kvenna og stúlkna.

Þá verður haldið sérstaklega upp á fyrsta Alþjóðlega dag jafnlauna 18.september og kastljósinu beint að jöfnum launum karla og kvenna.

Sjá nánar um Allsherjarþingið hér. 

Sjá könnun um viðhorf almennings hér.