257 ár til að brúa launabil kynjanna

0
10
Jöfn laun kynjanna

Ef svo fer fram sem horfir mun það taka meir en tvö hundruð og fimmtíu ár að jafna muninn á milli launa karla og kvenna í heiminum. Fyrir 25 árum skuldbundu þjóðir heims sig, á  fjórða kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna í Beijing, til þess að tryggja „sömu laun fyrir sömu vinnu“. Ekkert ríki hefur enn náð að brúa launabil kynjanna. 18.september halda Sameinuðu þjóðirnar í fyrsta skipti upp á Alþjóðlega jafnlaunadaginn  (International Equal Pay Day) til þess að vinna þessu málefni lið.

Jöfn laun árið 2277.

Fjórðu Kvennaráðstefnunni 4.til 15.september 1995  lauk með samþykkt Beijing-yfirlýsingarinnar og aðgerðaáætlunar (Beijing Declaration and Platform for Action). Ríkisstjórnir heimsins hétu því þar til að „semja og hrinda í framkvæmd löggjöf til að tryggja konum og körlu sömu laun fyrir jafn mikla vinnu“.  Að mati skýrsluhöfunda Heims-efnahagsþingsins (World Economic Forum Global Gender Gap Report) sem kom út í lok síðasta árs munu karlar og konur ekki njóta sömu launa að meðaltali fyrr en árið 2277 fyrir jafn miklu vinnu.

Það er meir en tvær og hálfar aldir. Til að setja það í samhengi þurfum við að fara aftur til ársins 1753 ef við förum janf langan tíma aftur í tíma. Það er vel fyrir amerísku og frönsku byltingarnar.

Launabil kynjannaÁ heimsvísu fá konur 77 sent af hverjum Bandaríkjadali sem karlar fá í laun og innan Evrópusambandsins 84 sent af hverri Evru.

Hægt gengur að brúa launabilið. Og ýmislegt bendir til að COVID-19 heimsfaraldurinn hægji enn á þeirri þróun.

Norðurlöndin

En hvernig er ástandið á Norðurlöndum sem sögð eru höfuðvígi jafnréttis í heiminum ?

Að mati Heims-efnahagsráðsins trónir Ísland á toppnum. Noregur, Finnland og Svíþjóð koma í humátt á eftir en Danmörk er í 14.sæti. Þetta er 11.árið í röð sem Ísland er í forystu. Samt sem áður er langt frá því að bilið hafi verið brúað. Íslenskar konur fengu að meðaltali 18 prósent lægri laun en karlkyns starfsbræður þeirra 2016. Meðaltalið í Evrópu var 16.2%.

Sameinuð í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna

18.september á fyrsta jafnlaunadeginum alþjóðlega (International Equal Pay Day) er kastljósinu varpað á þann árangur sem náðst hefur. Einnig viðleitni til þess að tryggja að konum sé ekki refsað fyrir kynferði sitt.

 

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að nýi alþjóðlegi dagurinn sé gott tækifæri til að beina athyglinni að því kerfi sem hindrar að laun kynjanna séu jöfn.

„Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvers vegna láglaunastörf séu hlutskipti kvenna. Hvers vegna lægri laun eru greidd i þeim starfsgreinum þar sem konur eru fjölmennastar, þar á meðal umönnunarstörf. Af hverju konur vinna svo oft hlutastörf. Og hvers vegna tekjur kvenna lækka þegar þær eignast börn en laun feðranna hækka oft að sama skapi. Og hvers vegna konur rekist á þak í hátekjustörfum,“ segir António Guterres í ávarpi á fyrsta alþjóðlega jafnlaunadeginum.

Krafan um jöfn laun kynjanna byggir á skuldbindingum Sameinuðu þjóðanna um að tryggja mannréttindi og uppræta hvers kyns mismunun gagnvart konum og stúlkum. Loka ber launabilinu til að tryggja framgang Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna  sérstaklega þess fimmta í röðinni þess efnis að „jafnrétti kynjanna verði tryggt og staða allra kvenna og stúlkna styrkt.“

Beijing plús 25

Jöfn laun kynjanna
Fjórða kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Beijing 1995.
03 September 1995
Huairou, China
Photo # 66749
UN Photo/Milton Grant

Norðurlöndum hefur tekist að minnka launabil kynjanna með því að fjárfesta í jafnrétti á vinnumarkaði, niðurgreiða barnagæslu og koma á feðraorlofi, að því er fram kemur í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar.

Þá er ástæða til að minnast á lagasetningu hér á landi um jafnlaunavottun og aðgerðaáætlun Svía svipaðs eðlis. Í Noregi hefur verið komið á fót puntkakerfi innan menntakerfisins. Markmið þess er að vinna gegn kynjaaðskilnaði starfsgreina. Öll norrænu ríkin leggja svo áherslu á feðraorlof til vega upp á móti því að konur standi höllum fæti vegna barneigna.

En hvað sem þessu líður er launabil á milli kynjanna þrálátt og minnkar með hraða snigilsins.

Á Alþjóðlegum degi jafnra launa er skorað á þá sem ráða ferðinni í stefnumótun, aðila vinnumarkaðarins og borgarlegt samfélag að styðja við bakið á viðleitni til að brúa bilið.

Legið málstaðnum lið og notið myllumerkið:

#EqualPayDay

Sjá allt um Alþjóðlega daginn hér.