62 milljónir þurfa mannúðaraðstoð

0
580

Afganistsan

20. júlí 2012. Um 62 milljónir manna um allan heim þurfa á mannúðaraðstoð að halda að því er Sameinuðu þjóðirnar skýrðu frá í dag. Helstu ástæðurnar eru matvælaskortur, átök og náttúruhamfarir.
 
“Nú þegar árið er hálfnað blasir við að fólk býr við mikla neyð í tuttugur ríkjum en þar er allt farið úr skorðum vegna átaka, hungurs og hamfara,” segir Valerie Amos, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála. 

Fjöldi þeirra sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda hefur aukist úr 51 milljón í 62 á fyrri helming þessa árs eða um 20%.
Stór hluti þessa folks er í Afríku en alvarlegur matvælaskortur og vannæring herjar á ríki á Sahel-svæðinu, þar á meðal Tsjad, Malí, Máritaníu, Níger, hluta Súdans, Kamerún og Nígeríu.

Átök auka vandann í Malí auk Suður-Súdans sem að auki glímir við fjölda flóttamanna frá Súdan en þeir hafa flúið átök á landamærum.
Matvælaskortur, vannæring og óöryggi hafa einnig aukið vandann í Jemen. 60% barna undir fimm ára aldri í Jemen búa við varanlega vannæringu og er ástandið aðeins verra í Afganistan. Þar hafa 200 þúsund manns orðið fyrir barðinu á 300 náttúruhamförum af ýmsu tagi.

Að auki hafa átökin í Sýrlandi snert hundruð þúsunda manna en margir hafa flúið til nágrannalanda.

Ljósmynd: Móðir og barn á Indira Gandhi sjúkrahúsinu í Kabúl, Afganistan. SÞ-mynd: Fardin Waezi.