7. hver jarðarbúi hleypur heimdraganum

0
466

migration Flickr tintincai 2.0 Generic CC BY-NC-SA 2.0

Júní 2014. Fólk hefur alla tíð verið á faraldsfæti í heiminum hvort heldur sem er í leit að atvinnu, menntun, betra veðri eða auknum tækifærum fyrir börnin.

Við Íslendingar erum sjálfir gott dæmi um slíkt; á sínum tíma fluttu þúsundir forfeðra okkar frá Noregi og yfir hafið til Íslands. Nú hefur þetta snúist við og á okkar dögum er Noregur vinsælasti áfangastaður Íslendinga í atvinnuleit erlendis. En það eru ekki allir sem flytja sig á milli landa af eigin vilja. Margir hrökklast frá heimalandi sínu af völdum stríðs, átaka, hungurs eða ofsókna af pólitiskum, trúarlegum eða kynferðislegum toga.

Efnahags og félagsmáladeild Sameinuðu þjóðanna (DESA) telur að meir en 230 milljónir manna séu á faraldsfæti á milli landa í heiminum. Þegar við þetta er bætt þeim sem leita frá heimahögunum innan síns heimalands má segja að sjöundi hver maður teljist til förufólks (migrants).

migrants 1 Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic CC BY-NC-SA 2.0Árið 2013 hýsti Evrópa 31% alls förufólksins, en 25% fólks sem starfaði utan heimalandsins kom einnig frá álfunni. Margir Evrópubúar hleyptu á síðasta ári heimdraganum í atvinnuleit erlendis vegna efnahagskreppunnar og átti þetta ekki síst við um suður Evrópu. 120 þúsund Portúgalir fluttu úr landi á síðasta ár og fór fjórðungur að því er talið er til Bretlands.

Athyglisverðara er þó að nú hafa alls 120 þúsund Portúgalir settst að í gömlu portúgölsku nýlendunni Angóla, þar af flutti fjórðungur eða 30 þúsund manns þangað á síðasta ári. Í Afríku og Asíu er hlutfall fólks sem flyst innan álfunnar í atvinnuleit 82% annars vegar og 76% hins vegar.

Innflytjendur vinna oft þau störf sem heimamenn líta ekki við. Mörg ríki hafa undanfarið stemmt stigu við fjölda förufólks með lagasetningu. Þetta hefur haft ýmis áhrif á förufólkið jafnt og ríkin sjálf. Í Bretlandi hefurEllen Flickr Catholic Church England 2.0 Generic CC BY-NC-SA 2.0 slík lagasetning haft í för með sér að margir eru á milli steins og sleggju, geta hvorki fengið vinnu, né komist heim. Breska stjórnin hefur skorið upp herör gegn „svartri” vinnu og í kjölfarið hefur eftirspurn eftir ófaglærðu starfsfólki snarminnnkað. Að sögn Al-Jazeera, hafa margir í þessum hópi annað hvort týnt vegabréfinu sínu eða smyglarar látið eyðileggja þau en þar með er girt fyrir möguleikann til að snúa aftur heim.

Ellen Flickr Noborder Network Melilla 2.0 Generic CC BY 2.0Mörg önnur Evrópusambandsríki hafa einnig sett lög til að stemma stigu við fjölda innflytjenda en málið er eldfimmt í Evrópu ekki síst vegna mikils straums fólks frá Mið-Austurlöndum og Afríku. 

Rannsóknastofnun Wilfried Martens í Evrópufræðum telur að lýðskrumurum hafi tekist að nota einfaldanir í umræðum um innflytjendur sem hafi skotið mörgum skelk í bringu. Þetta átti þátt í miklu fylgi flokka yst á hægrikantinum í síðustu Evrópuþingskosningu. Í Danmörku vann Danski þjóðarflokkurinn verulega á og fékk 26.6% atkvæða. Svipaðir flokkar eins og Svíþjóðar demókratarnir (9.7%)og Sannir Finnar (12.9%) unnu einnig á og margt bendir því til að Norðurlandabúar taki ekki lengur á móti útlendingum með opnum örmum eins og áður. 

Margt bendir til þess að loftslagsbreytingar eigi enn eftir að auka fjölda þeirra sem leita út fyrir landsteinana. Afleiðingar loftslagsbreytinga eruClimate change UN Evan Schneider sums staðar flóð en annars staðar þurrkar. Loftslagsbreytingar grafa undan grundvallar mannréttindum á borð við réttinn til lífs, réttinn til nægrar og öruggrar fæðu og drykkjarvatns og réttinn til heibrigðis og húsaskjóls. 

Í sumum tilfellum er fólk í svo mikilli neyð að það hættir lífi sínu til að komast til nýs lands. Frá ársbyrjun 2014 hafa meir en 50 þúsund manns komið á óreglubundinn hátt til Ítalíu og flestir endað á smáeynni Lampedusa.
Í nýrri danskri rannsókn  segir að margt bendi til að margir innflytjendur velji sjávarleiðina yfir Miðjarðarhafið vegna þess að landleiðin frá Jemen um Sádi Arabíu og Ísrael til Egyptalands sé að verða torveldari.

Þó mörg ríki reyni að loka landamærum sínum í krafti lagasetningar, gleymist oft að förufólkið hefur margt jákvætt í för með sér. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) telur að förufólk leggi fram skerf til þess að Þúsaldarmarkmiðunum um þróun verði náð. Líklegra er en ella vegna fólksflutninganna, að eitt markmiðanna, uppræting sárustu fátæktar í þróunarlöndum, náist. Förufólkið brýst ekki aðeins sjálft út úr fátækt heldur sendir fé heim sem gagnast fjölskyldunni til að rjúfa fátæktargildruna. Annað markmið sem er líklegra að náist er á sviði menntunnar því talið er að fordæmi förufólksins sé hvatning til náms. Síðast en ekki síst greiða peningasendingar frá útlöndum fyrir menntunn.

global forum on migration and developmentNýverið komu 900 fulltrúar alls staðar að, saman á ráðstefnu í Stokkhólmi um málefnið „Að nýta innflytjendur í þágu þróunar fyrir alla.” Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var einn frummælenda og lét hann þess getið að „samfélög okkar geta hagnast af fólksflutningum þegar þeim er vel stjórnað en þau geta tapað miklu, ef fólksflutningarnir eru stjórnlausir.”