Að ná tökum á fíkniefnavandanum

0
628
Fíkniefni 75 ára afmæli SÞ

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Fikniefna- og glæpaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna vinnur að því að draga úr framboði og spurn eftir fíkniefnum.

Skrifstofan (The UN Office on Drugs and Crime (UNODC)) vinnur með ríkjum að því að bæta lýðheilsu og öryggi. Markmiðið er að koma í veg fyrir, meðhöndla og koma böndum á lyfjamisnotkun.

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Viðleitni til að ná tökum á fíknefnavanda heimsins hefur skilað árangri. Í aldarfjórðung hafði notkun aukist en nú hefur þróuninni verið snúið við. Engu að síður er við mikinn vanda að stríða í mörgum ríkjum. Ræktun sem ætluð er fikniefnamarkaðnum og fíkniefnasala hafa grafið undan stöðugleika í ríkjum og heimshlutum.

Ákveðnir heimshlutar í brennidepli

UNODC hefur af þessum sökkum látið sérstaklega til sín taka í Afganistan, ríkjum í Andesarfjöllum, Mið-Asiu, Myanmar og Vestur-Aríku.

Árið 2017 hafði 271 milljón manna eða 5.5% jarðarbúa á áldrinum 15 til 64 ára notað fíkniefni árið á undan. Fjöldi fólks sem hefur notað fíkniefni er 30% hærri en 2009.