Að sporna við loftslagsbreytingum

0
638
SÞ og Loftslagsbreytingar

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (5) ??

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Loftslagsbreytingar eru alheimsvá sem krefst hnattrænna lausna. Sameinuðu þjóðirnar hafa verið I fararbroddi við að leggja vísindalegt mat á vandann og móta pólitískar lausnir.

Milliríkjavettvangur um loftslagbreytingar (IPCC), oft nefndur Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, fylkir liði 2 þúsund vísindamanna á sviði loftslagsmála. Þeir hittast með reglulegu millibili í því skyni að veita heimsbyggðinni hlutlægar og vísindalegar upplýsingar til að hægt sé að skilja loftslagsbreytingar af mannavöldum á vísindalegum grunni.

Loftslagsmál
Aðgerðir í loftslagsmálum er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

197 aðilar að Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCC) semja um minnkun losunar á lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum og þar með loftslagsbreytingum, en einnig um aðgerðir til að hjálpa ríkjum að glíma við afleiðingarnar. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og aðrar stofnanir hafa unnið mikið starf við að vekja fólk til vitundar um málið.

Loftslagsbreytingar eru eitta helsta viðfangsefni okkar tíma og við stöndum á vatnsakilum. Breytingar á veðurmynstri ógna matvælaframleiðslu og hækkandi yfirborð sjávar eykur líkur á hættulegum flóðum. Áhrif loftslagsbreytinga eru hnattrænar að umfangi og eiga sér engin fordæmi hvað umfang varðar. Þörf er á rótttækum breytingum nú því aðlögun í framtíðinni verður erfiðari og kostnaðarsamari.

Sjá nánar um loftslagsbreytingar hér: https://bit.ly/2u5SzjV

MótumFramtíðOkkar #UN75 #Loftslagsbreytingar