Að verja frelsi fjölmiðla

0
697
UNESCO styður við bakið á óháðum og frjálsum fjölmiðlum um allan heim.

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Tjáningarfrelsi er þýðingarmikill hluti mannréttinda eins og fram kemur í 19.grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Tjáningarfrelsi er ekki bara frelsi blaðamanna til að skrifa um og ræða málefni. Tjáningarfrelsið er nátengt rétti almennings til þekkingar og upplýsinga.

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Valdefling er marghliða félagslegt- og pólitískt ferli sem miðar að því að fólk fái vald yfir lífi sínu.

Aðgangur að nákvæmum, sanngjörnum og óhlutdrægum upplýsingum þar sem allar hliðar eru dregna fram skiptir þar miklu máli.

Óháðir og frjálsir fjölmiðlar vega þungt á metunum þegar góðir stjórnarhættir í lýðræðisríkjum er annars vegar. Frjálsir fjölmiðlar tryggja gagnsæi, ábyrgðarskil og sjónarmið réttarríkis. Þeir stuðla að víðtækri þátttöku í almennri og pólitískri umræðu og baráttu gegn fátækt.

UNESCO

UNESCO, Mennta-, vísinda-, og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna vinnur að því að efla tjáningar- og fjölmiðlafrelsi sem veigamikil mannréttindi. Markmiðið er að almenningur geti fengið ritskoðunarlausar upplýsingar og njót menningarlegrar margbreytni. UNESCO hefur greitt fyrir þróun og eflingu fjölmiðla og stutt óháð dagblöð og ljósvakamiðla. Þá fylgist UNESCO með fjölmiðlafrelsi og fordæmir alvarleg brot á borð við morð eða fangelsanir blaðamanna.

Frá stofnun hefur UNESCO haft umboð til að “efla frjálst flæði hugmynda hvort heldur sem er með orðum eða myndum.” Í samræmi við það hefur stofnunin unnið jafnt með samstarfsaðilum úr röðum ríkisstjórna sem almannasamtaka við að hlúa að og verja frjálsa fjölmiðla í þróunarríkjum, þar sem valdaskipti eiga sér stað og í ríkjum þar sem átök ríkja eða hafa ríkt.

Stuðingur við óháða fjölmiðla

UNESCO hefur um árabil stutt óháða fjölmiðla í ríkjum á borð við Afganistan, Angóla, Austur-Tímor, Líberíu auk ríkja í Mið-Austurlandum og á Balkanskaga.

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis er haldinn ár hvert 3.maí en það er afmælisdagur svokallaðrar Windhoek-yfirlýsingar afrískra fjölmiðla um frjálsa og óháða fjölmiðla.

MótumFramtíðOkkar #UN75