?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??
Í byrjun sjöunda áratugarins urðu þær raddir sífellt háværari að styðja þyrfti við bakið á þróunarríkjum í alþjóðlegum viðskiptum. Boðað var til ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun.
Ráðstefnan (United Nations Conference on Trade and Development (UNCTAD)) kom saman til að ræða þetta mál árið 1964 í Genf. Vegna umfangs málsins og brýnnar þarfar á aðgerðum var ákveðið að halda ráðstefnuna á fjögurra ára fresti. Komið va á fót skrifstofu og milliríkjafundir haldnir á milli þinga.
Ráðstefnan um viðskipti og þróun (UNCTAD) ber ábyrgð á þróunarmálum, sérstaklega hvað varðar alþjóðleg viðskipti. Hún hjálpar þróunarríkjum við að ljúka alþjóðlegum viðskiptasamningum og tryggja þeim bestu kjör fyrir útflutning sinn.
Fjölþætt aðstoð
UNCTAD hefur átt þátt í alþjóðlegum samningum um vöruviðskipti til að tryggja þróunarríkjum sanngjarnt verð. Hún hefur stuðlað að aukinni skilvirkni viðskiptakerfa. Þá hefur UNCTAD jálpað þeim að skjóta fleiri stoðum undir framleiðslu sína, og aðlagast hagkerfi heimsins.
UNCTAD er einnig vettvangur fulltrúa allra ríkja til að ræða málefni og viðræðna um hvernig sé hægt að koma á betra jafnvægi í alþjóðaviðskiptum.
Að auki veitir UNCTAD þróunarríkjum tæknilega aðstoð sem og í ríkjum í umskiptaferli í hagkerfum sínum.
MótumFramtíðOkkar #UN75