Aðstoð komið til nauðstaddra í Kongó

0
514

Bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur náð að brjóta sér leið með aðstoð til bæjar undir stjórn uppreisnarmanna í Lýðveldinu Kongó. Mikill matarskortur var í bænum vegna átaka í héraðinu. Sameinuðu þjóðirnar undir forystu Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri halda áfram að reyna að stilla til friðar. 

Ban hefur skipað Olusegun Obasanjo, fyrrverandi forseta Nígeríu sérstakan sendimann sinn til að koma á friði og mun hann starfa náið með leiðtogum þessa heimshluta og alþjóðasamfélagsins í því skyni að binda enda á ófriðinn. 
“Átökin við landamæri Rúanda og Kongó hafa staðið alltof lengi með skelfilegum afleiðingum,” sagði Ban. “Við þurfum frið og að endi verði bundinn á átök til að íbúarnir geti notið eins mikils stöðugleika og velmegunar og unnt er.”
Framkvæmdastjórinn segist einnig reiðubúinn til að hitta forseta  Joseph Kabila, forseta Lýðveldisins Kongó og Paul Kagame, leiðtoga nágrannaríkisins Rúanda hvar sem er í því skyni að reyna að draga úr spennu í austurhluta Kongó. Átök hafa blossað þar upp með reglubundnu millibili frá því borgarastríðinu í Kongó lauk opinberlega fyrr á þessum áratug.