Að spara og vernda umhverfið.. á klósettinu

0
484

 Photo wednesday new

20.nóvember 2013. Sjálfsagt hugsa fæstir mikið þegar þeir skrúfa frá krananum og láta renna í vatnsglas.

toiletdaylogoEn hugsið ykkar að þið mynduð hella fjórða hverju glasi beint niður í vaskinn á ný. Það er í raun það sem gerist á hverjum degi. Fjórða hvert vatnsglas fer til spillis. “Hvernig?” kann einhver að spyrja. Einfaldlega þegar við sturtum niður.

 Svo dæmi sé tekið notar meðal Daninn um 30.1 lítra af vatni á dagi, einfaldlega með því að sturta niður. Þetta er 23% af vatnsnotkun hverrar manneskju. Finnar eru aðeins skárri og nota 16 lítra sem er 14% af notkun hvers manns. Lúxemborgarar sóa mestu vatni allra Evrópubúa en 34% vatnsnotkunar þeirra fer í klósettið. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins liggur oft undir ámæli fyrir stjórnsemi en tilangurinn var án efa góður þegar hún lagði til Umhverfisvottun fyrir salerni. Þetta myndi þýða að klósett sem nota minna en 6 lítra í hvert skipti sem sturtað er, yrðu verðlaunuð. Þetta gæti þýtt mikinn sparnað því 22 milljónir klósetta eru seld í ESB ríkjunum á ári hverju.En þetta er umdeilt. Talsmaður breska Evrópþingmannsins Martins Callanans, leiðtoga þinflokks Íhaldsmanna og umbótasinna á Evrópuþinginu segir: “Evrópusambandið hlýtur að hafa eitthvað skárra að gera en ráðskast með því hvernig sturtað er niður úr klósetti.”

Danki Evrópuþingmaðurinn Margarete Auken er á öndverðum meiði. “Umhverfisvottun nýtur vinsælda meðal neytenda sem vilja vera umhverfisvænir, því styð ég þetta heilshugar.” Auken segir að neytendur muni ekki finna neinn mun því nýju klósettin virki fullt eins vel og þau gömlu.

Það er að sjálfsögðu jákvætt að minnka vatnsnotkun en ennþá betra að minnka notkun á ferskvatni. Salerni sem nota rigningarvatn eru í tísku. Þetta er ekki aðeins sjálfbær lausn heldur getur ein fjölskylda sparað um 800 Evrur eða rúmar 130 þúsund krónur á ári.

Alþjóða salernisdagurinn var haldinn í fyrsta skipti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 19. nóvember. Af því tilefni birtum við greinaflokk um hvaða hlutverki salernið gegnir í lífi nútímamannsins.

Mynd: rigningarvatn er notað í salernin í UN City í Kaupmannahöfn án þess að nokkur finni mun. Mynd: WFP Danmörku.