Salerni, klósett, kló…

0
576

 Toilet Photo tuesday

Alþjóða salernisdagurinn, 19.nóvember 2013. Við eigum mörg nöfn yfir þennan góða griðastað sem við tökum eins og sjálfsögðum hlut.

toiletdaylogoÞað er óljóst hver notaði salerni fyrstur manni, en svo mikið er víst að klósett voru þegar til um þrjú þúsund fyrir Krist. Gömul dæmi um salerni má finna í Skotlandi og Grikklandi og Rómverjar eru þekktir fyrir hugkvæmar lausnir í þessu sem og svo mörgu öðru.

Klósett eru á meðal algengustu tæknikerfa í þjónustu mannkynsins. En það er eins með þau og heilsuna; maður gefur þessu ekki gaum á meðan allt er í lagi.

 Á nítjándu öld varð sannkölluð bylting þegar men áttuðu sig á tengslunum á milli sýkla og sjúkdóma

Meiri háttar umbætur voru gerðar í hreinlæti og salerni auk hreinlætis áttu stóran þátt í þv í að koma í veg fyrir smitun sjúkdóma í þéttbýli. Vatnssalernið sem við notum í dag var merk uppfinning. Alexander Cummings, skoskur úrsmiður, fékk einkaleyfi á búnaði árið 1775 sem er notaður enn þann dag í dag.

Og í dag halda Sameinuðu þjóðirnar upp á Alþjóða salernisdaginn í fyrsta skipti.

En það er víða pottur brotinn. Catarina de Albuquerque, Sérstakur erindreki um þau mannréttindi að hafa aðgang að vatni og hreinlæti, hefur bent á að lengst er í land að ná markmiðum um hreinlæti af öllum Þúsaldarmarkmiðunum um þróun (MDG). Milljarður manna gengur örna sinna á bersvæði dag hvern um allan heim og þriðjungur mannkyns hefur ekki aðgang “að bættri hreinlætisaðstöðu” eins og það heitir í Þúsaldarmarkmiðunum.

“Þarna er vægt til orða tekið því í raun erum við að tala um að milljarðar manna hafi engan stað til þess að hafa saur- eða þvaglát og búi hvorki við nægt öryggi, hreinlæti, næði né reisn,” segir de Albuquerque.

Á þéttbýlissvæðum í heiminum nota 2.1 milljarður manna saerni sem tengd eru rotþróm sem eru ekki tæmdar á öruggan hátt eða önnur kerfi þar sem úrgangurinn rennur óhreinsaður út í opin holræsi eða yfirborðsvatn. Og á hverju ári deyja 800 þúsund börn undir fimm ára aldri að þarflausu af völdum niðurgangspesta – meir en eitt barn á mínútu.

De Albuquerque fagnar ákvörðun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þess efnis að 19.nóvember skuli vera Alþjóða salernisdagurinn. “Ég vonast til þess að þessi yfirlýsing efli alþjóðlegar og staðbundnar aðgerðir til þess að milljarðar manna fái að njóta mannréttinda.”

 Alþjóða salernisdagurinn var haldinn í fyrsta skipti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 19. nóvember. Af því tilefni birtum við greinaflokk um hvaða hlutverki salernið gegnir í lífi nútímamannsins.