Af hverju seinkar flutningum aðstoðar til Gasa?

0
18
Guterres flytur ávarp við Rafah-landamærastöðina í dag 20.október
Guterres flytur ávarp við Rafah-landamærastöðina í dag 20.október Mynd: UN Photo/Eskinder Debebe

Gasasvæðið. Mannúðaraðstoð. Sameinuðu þjóðirnar eru í viðbragðsstöðu með hundruð flutningabíla, reiðubúnar að flytja hundruð tonna af mannúðaraðstoð til Gasasvæðisins. Lýst hefur verið yfir að samkomulag hafi tekist um afhendingu, en eftir sem áður hefur ekki einn einasti trukkur farið yfir landamærin frá Rafah í Egyptalandi til Gasasvæðisins.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er kominn til Rafah til að þrýsta á um opnun landamæra fyrir mannúðaraðstoð. Hann skýrði í ávarpi sem hann hélt þar í dag hvar skórinn kreppir að.

„Ísrael og Bandaríkin tilkynntu nýlega um að mannúðarðstoð yrði hleypt inn á Gasasvæðið. Og það er einnig samkomulag á milli Egyptalands og Ísraels um hið sama,“ sagði oddviti Sameinuðu þjóðanna.

Skilyrði og takmarkanir

Hins vegar „voru þessar tilkynningar háðar skilyrðum og takmörkunum.“

Aðalframkvæmdastjórinn lagði áherslu á að málið snérist ekkki um að hleypa einum og einum flutningabíl í gegn. „Við viljum að gefið sé leyfi fyrir bílalestum til að koma nægjanlegri aðstoð til skila til allra íbúa Gasa.“

Einnig er um að ræða kröfur um að sannreyna farm flutningabíla. „Athuganir verða að vera skilvirkar, en á sama tíma verða þær að vera skjótar og praktískar,“ sagði Guterres.

Þá getur Palestínuflóttamannahjálpin (UNRWA) trauðla dreift mannúðaraðstoð ef ekki fæst leyfi til eldsneytisflutninga. Slíkt hafa Ísraelsmenn ekki fallist á.

Sjá nánar hér.