Guterres við landamæri Gasa: hvetur til að opnað verði fyrir mannúðaraðstoð

0
23
Antóio Guterres kom í dag til Rafa landamærastöðvarinnar. Mynd: UN Egypt/Mohamed Elkoossy
Antóio Guterres kom í dag til Rafa landamærastöðvarinnar. Mynd: UN Egypt/Mohamed Elkoossy

(Uppfært kl.12.15) Gasasvæðið. Mannúðaraðstoð. António Guterres kom í dag til landamærastöðvarinnar Rafa í Egyptlandi til að leggja áherslu á kröfuna um leyfi til að flytja mannúðaraðstoð til íbúa Gasa. Hundruð vöruflutningabifreiða hlaðnir matvælum, vatni og lyfjum bíða leyfis við landamærastðina.

 Nauðþurftir eru á þrotum á Gasasvæðinu

„Þetta eru ekki bara vöruflutningabílar heldur líflína,“ sagði Guterres á fundi með blaðamönnum í Rafa.

„Við stöndum frammi fyrir þversögn. Handan þessara múra búa tvær milljónir manna, sem líða miklar þjáningar. Fólkið vantar vatn, mat og lyf. Hérna megin múrsins eru trukkar fullir af nákvæmlega því sem fólkið vanhagar um handan múrsins. Hér er um að ræða spurning um líf eða dauða fyrir óbreytta borgara á Gasa.“

„Í nærri tvær vikur hefur engin aðstoð borist fólkinu á Gasa; hvorki eldsneyti, matur, vatn, lyf, né aðrar nauðsynjar,“ sagði Guterres á blaðamannafundi í Kaíró ásamt egypska utanríkisráðherranum Sameh Shoukry.„Fólk smitast af sjúkdómum í stórum stíl. Birgðir eru á þrotum. Fólk deyr.“

Guterres er kominn til Mið-Austurlanda til að fylgjast með undirbúniningi Sameinuðu þjóðanna til að koma umfangsmikilli aðstoð til óbreyttra borgara á Gasa.

Antóio Guterres kom í dag til Rafa landamærastöðvarinnar. Mynd: UN Egypt/Mohamed Elkoossy
Vöruflutningabílar bíða eftir að komast til Gasa. Mynd: OCHA

Gíslar látnir lausir -aðstoð veitt

Oddviti Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til tveggja brýnna aðgerða andspænist yfirvofandi mannúðar-hamförum.

„Hamas ber að láta gísla lausa tafar- og skilyrðislaust. Ísrael ber að opna þegar í stað án takmarkana fyrir mannúðarastoð tili að hægt sé að finna einföldustu grunnþörfum íbúa Gasa.“

Þá hvatti hann til tafarlauss vopnahlés í mannúðarskyni.

„Við skulum tala skýrt. Palestínska þjóðin hefur djúpstæðar og réttmætar ástæður til að fyllast gremju eftir 56 ára hernám. Slíkt réttlætir þó ekki hryðjuverkaárásir,“ sagði hann.

„Og hversu andstyggilegar sem þessar árásir voru, réttlæta þær ekki að refsa palestínsku þjóðinni og gera hana alla samábyrga.“

Guterres lagði áherslu á þörfina á skjótri og óhindraðri mannúðaraðstoð við Gasa.

„Við þurfum mat, vatn, lyf og eldsneyti nú þegar. Við þurfum umtalsvert magn og aðstoðin þarf að vera varanlleg.“