Allsherjarþingið samþykkti ályktun um vopnahlé – Ísland sagði já

0
29
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar

Gasasvæðið. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld að íslenskum tíma, 12.desember, ályktun þar sem krafist er „tafarlauss vopnahlés í mannúðarskyni“ í átökum á Gasasvæðinu „og lausn allra gísla án skilyrða.“ 153 ríki greiddu tillögunni atkvæði, en 10 voru á móti og 23 sátu hjá.

Ísland, öll Norðurlöndin og flest Evrópusambandsríki greiddu atkvæði með tillögunni. Þýskaland og Ítalíu sátu hjá rétt eins og Bretland. Tvö ESB ríki, Austurríki og Tékkland, greiddu atkvæði gegn tilllögunni eins og Bandaríkin.

Áður höfðu tvær tillögur þar sem vísað var sérstaklega til Hamas verið felldar. Tillagan þurfti og fékk tvo þriðju hluta atkvæða, en er þó ekki bindandi eins og ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Allsherjarþingið á fundi um Gasa í dag.
Allsherjarþingið á fundi um Gasa í dag.