Alþjóðadagur mannúðar: Fordæmi Lucyar

0
554
Sharing humanity main picture

Sharing humanity main picture

19.ágúst 2016. Sameinuðu þjóðirnar hvetja  til alheims-samstöðu með þeim 130 milljónum manna sem eiga að engu öðru að hverfa en mannúðaraðstoð til að lifa af, á Alþjóðlegum degi mannúðar, 19.ágúst.

Þema dagsins er “Eitt mannkyn” og á að minna á árangur fyrsta leiðtogafundar sögunnar um mannúðarmál, en þar skuldbundu ríki jarðar sig til að hjálpa fólki í neyð og tryggja að hjálparstarfsmenn geti sinnt starfi sínu við öryggi og komið neyðaraðstoð til nauðstaddra á skilvirkan hátt.

„Alþjóða mannúðardagurinn minnir ár hvert á nauðsyn þess að lina þrautir. Hann er einnig tækifæri til þess að heiðra mannúðarstarfsmenn og sjálfboðaliða sem starfa á víglínu neyðarinnar,“ segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á þessum degi.

Sharing humanity picture 2109 hjálparstarfsmenn voru drepnir við skyldustörf á síðasta ári, langflestir eru staðarráðnir heimamenn í þeim ríkjum sem hafa þurft á neyðaraðstoð að halda. Þetta er sögulega séð með því mesta sem um getur, en þó mun minna en á mannskæðasta ári í manna minnum, 2013, þegar 475 voru drepnir.

Í tilefni af Alþjóðadegi mannúðar hefur WFP birt sögu Lucyar og nokkura annara samstarfsmanna hennar sem berjast fyrir réttindum þeirra sem starfa í þágu mannúðar.

„Það er mín bjargfasta skoðun að eina von flestra flóttamanna og uppflosnaðs fólks sé matvælaaðstoð hjálparsamtaka,“ segir Lucy Wasuk, sem starfar á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Suður-Súdan en hún hefur starfaði í átján ár við mannúðaraðstoð

Árið 1991 þegar Lucy var send í verkefni til Pibor í Jonglei fylki var hún fyrsti kvenkynshjálparstarfsmaður í borginni sem var ekki Khawaja (útlendingur). Hún fékk fljótlega auknefnið „Bolen“, stóra tréð sem veitir skjól frá úrhelli. Það virðist nafn með rentu.

Tíu árum síðar var Lucy enn í Pibor þegar ellefu ára gamall munaðarleysingi, Wad Shiling, varð á vegi hennar. Hann gekk að henni og spurði hvort hann mætti koma með henni heim og fá heitan mat gegn því að hann borgaði til baka með því að ræna handa henni nautgrip, – í samræmi við forna venju. Lucy gat þó ekki ímyndað sér annað en drengurinn ætti betra hlutskipti skilið og ákvað að aðstoða hann á annan hátt.
Hún kom honum í skóla í fjögur ár og í dag er Wad sigursæll í viðskiptalífnu og hjálpar sjálfur frænda sínum sem er í svipuðum sporum og hann var sjálfur.

Þetta dæmi er til marks um að ein manneskja getur breytt lífi annara til hins betra.

Ban Ki-moon minnir á að framlag hvers og eins skiptir máli: „Sumt getum við öll gert í dag og alla daga. Við getum sýnt samúð, við getum látið í okkur heyra gegn óréttlæti og við getum unnið að breytingum.“ Þetta er einmitt það sem Lucy gerir daglega. Lucy hefur oft sýnt og sannað í starfi sínu fyrir WFP að hún er til í að bíta í skjaldarrendur þegar nauðsyn krefur. Ekki veitir af í Suður-Súdan.

Myndir: Lucy Wasuk í Suður-Súdan.WFP/George Fominyen

Hawa Elderib, 7 barna móðir í Suður-Súdan undirbýr matargerð í flóttamannabúðum. WFP/Ahnna Gudmunds