2 milljónir kílóa af drasli hreinsaðar af strönd

0
492
Beachcleanup main

Beachcleanup main

22.ágúst 2016. Ungur indverskur lögfræðingur Afroz Shah og 84 ára gamall nágranni hans Harbanash Mathur, trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir fóru í gönguferð um eina stærstu strönd Mumbai borgar.

Rotnandi úrgangur, glerflöskur, skór, plastpokar og annað rusla þakti alla ströndina og náði þeim í miðja ökla. Griðarstað íbúa þessara stærstu borgar Indlands með 18.4 milljónir íbúar, hafði verið breytt í ruslahaug.

Þessir ólíku men tóku höndum saman og byrjuðu að tína rusl. Þetta hlóð utan á sig og varð að stærstu strandhreinsun sem um getur. http://www.unep.org/stories/Ecosystems/Largest-beach-clean-up-history-lays-waste-marine-litter.asp

„Sjón er sögu ríkari því magnið af plasti var hrikalegt og ömurlegt að horfa upp á þetta,” segir Shah, sem ákvað að stofna samtök um að hreinsa Versova. Frá því að hann og nágranni hans hófust handa hafa tvær milljónir kílóa af drasli verið fjarlægðar af 2.5 kílómetra langri strandlengjunni.

beachcleanupEn hreinsunin hefur ekki aðeins stuðlað að því að endurheimta forna frægð strandarinnar og griðastað fólksins. Plast-draslið berst ekki lengur út á haf þar sem 13 milljónir tonna af plasti og öðru rusli menga heimshöfin, skaða lífríki hafsins og valda skakkaföllum í fiskveiðum.

„Við erum að eyðileggja umhverfið, fæðukeðjuna og heilsu okkar á þann hátt að við erum varla byrjuð að gera okkur grein fyrir því,“ segir Erik Solheim, forstjóri UNEP, Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna.

„En eins og þessi magnaða strandhreinsun og sagan að baki henni, sannar, þá er það á okkar sjálfra valdi að snúa þróuninni við. Við getum tekið á rótum vandans, jafnt heima hjá okkur sem á ströndinni.“

Frá því lögfræðingurinn ungi og hinn aldni nágranni hans byrjuðu að tína rusl, hefur mikið vatn runnið til sjávar því alls tóku áður en yfir lauk 500 sjálboðaliðar þátt í hreinsuninni. Jafnt íbúar fátækrahverfa, sem sjómenn, skólakrakkar og Bolywood-stjörnur; kristnir, múslímar og hindúar; ungir jafnt sem aldnir – allir lögðu hönd á plóginn.

Lögfræðingurinn Shah gekk á milli húsa og drap á dyr og útskýrði fyrir fólki hvaða eyðilegging mengun strandarinnar hefði í för með sér. Hann hyggur nú á enn frekari strandhögg og vill koma í veg fyrir að drasl og mengun berist með lækjum og niður á strönd og hreinsa fenjaviðinn. Þá dreymir hann um að fordæmi hans verði öðrum svipuðum hópum innblástur á Indlandi og helst út um allan heim.

Myndir: UNEP